Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Árni Sæberg skrifar 31. mars 2025 09:39 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í morgun. Stjórnarráðið Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að efnahagslegur stöðugleiki, lækkun verðbólgu og vaxta séu leiðarljós fyrstu fjármálaáætlunar nýrrar ríkisstjórnar, sem Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag. Helsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar sé að stöðva hallarekstur ríkissjóðs með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Stjórnarráðið Útgjöld vaxi ekki meira en um tvö prósent á ári Fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar og fjármálaáætlun, styðjist nú í fyrsta sinn við stöðugleikareglu. Reglan feli í sér að ríkisútgjöld vaxi ekki til lengdar umfram vöxt verðmætasköpunar í hagkerfinu. Í grunninn felist í stöðugleikareglu að skilyrt verði að útgjöld ríkissjóðs, A-1 hluta, skuli vaxa að hámarki um tvö prósent að raunvirði að ári. „Styrk stjórn á fjármálum ríkisins er forgangsverkefni til þess að ná stöðugleika í efnahagslífi, lækka vexti, rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í samfélaginu. Samstaða um þessa breyttu forgangsröðun mun varða leiðina að bættum lífskjörum og úrlausn margra brýnna verkefna. Samtímis er lögð rík áhersla á að verja grunnstoðir samfélagsins og styðja við markmið um velsæld og efnahagslegan stöðugleika. Þá er gert ráð fyrir verulegri fjárfestingu í innviðum, ekki síst á sviði samgangna,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála og efnahagsráðherra. Þriðjungur í heilbrigðismálin Á tímabili fjármálaáætlunar sé gert ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti ríkissjóðs, að jafnaði 1,6 prósent að raunvirði á ári. Þróun á útgjöldum taki mið af þessu og beinist meðal annars að félags- og tryggingamálum, heilbrigðismálum og samgöngumálum. Framlög til þessara málaflokka aukist mest í krónum talið og renni um helmingur útgjalda ríkissjóðs til þeirra. Framlög til utanríkismála aukist hins vegar hlutfallslega mest. Framlög til heilbrigðismála nemi tæplega þriðjungi af heildarútgjöldum ríkissjóðs og aukist um 57 milljarða króna á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Heilbrigðiskerfið verði eflt og aðgengi að þjónustu tryggt um land allt, með áherslu á jafnræði, velferð og fagmennsku. Gert sé ráð fyrir að stoðir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu verði styrktar í takt við fjölgun og öldrun þjóðarinnar, meðal annars með fjölgun hjúkrunarrýma og aukinni heimahjúkrun. Þá sé áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðis-þjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Auk þess sé gert ráð fyrir hagræðingu og markvissari nýtingu fjármuna í heilbrigðiskerfinu til að skapa svigrúm til nýrra og aukinna verkefna. Hækkað frítekjumark kostar fimm milljarða Framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála aukist um 38 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar. Kostnaður vegna nýs örorkulífeyriskerfis vegi þar þyngst eða um 18 milljarðar króna á ársgrundvelli. Þá aukist kostnaður vegna fjölgunar endurhæfingarlífeyrisþega og þess að þeir eru lengur í endurhæfingu en áður. Þessar breytingar leiði til tæplega 5 milljarða króna kostnaðarauka á fyrsta ári áætlunarinnar með áframhaldandi áhrifum á seinni árum tímabilsins. Áform um að binda í lög tengingu lífeyrisgreiðslna við launavísitölu kosti 9 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar. Frítekjumark ellilífeyrisþega verði hækkað í 60 þúsund krónur á mánuði í þrepum en kostnaður vegna þess nemi 5 milljörðum króna á ári þegar breytingin er að fullu komin til framkvæmda. Allt endurspegli þetta áherslu stjórnvalda á að bæta afkomu viðkvæmra hópa samfélagsins. Framlög til samgöngumála séu aukin úr 66 milljörðum króna í 74 milljarða króna á tímabilinu. Þar af fari 7 milljarðar króna til vegabóta, viðhalds og þjónustu strax á árinu 2026. Undanfarin 10 ár hafi umferð á þjóðvegum aukist um 70 til 100 prósent, sem hafi aukið álag á slitlag, brýr og burðarlag. Um 40 prósent þjóðvega séu metin í slæmu eða mjög slæmu ástandi og 30 prósent vegakerfisins sé með slakt burðarlag. „Þessi viðhaldsskuld sem hefur safnast upp um langt skeið krefst markvissrar fjárfestingar og forgangsröðunar til að efla innviði og bæta búsetuskilyrði á landinu öllu.“ Útgjöld alltaf umfram áætlun „Staðreyndin er sú að allt frá því að fyrsta fjármálaáætlunin var lögð fram samkvæmt þeim lögum sem nú gilda hafa útgjöld reynst verulega meiri er áætlun þess tíma gerði ráð fyrir. Það hefur meðal annars leitt til þess að ekki hefur verið nægt borð fyrir báru þegar áföll dynja yfir. Nú er lögð áhersla á að þessi saga endurtaki sig ekki,“ segir í tilkynningu. Hagræðingar skila 107 milljörðum króna Loks segir að almenningur á Íslandi hafi með skýrum hætti sýnt að hann láti afkomu og fjármál ríkisins sér ekki í léttu rúmi liggja. Fjölmargar tillögur frá almenningi, atvinnulífi og hinu opinbera hafi borist um hagræðingu í rekstri ríkisins. Það sé krefjandi verkefni að útfæra þær og koma til framkvæmda. Hagræðingartillögur muni sjást strax á útgjaldahlið fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að efnahagslegur stöðugleiki, lækkun verðbólgu og vaxta séu leiðarljós fyrstu fjármálaáætlunar nýrrar ríkisstjórnar, sem Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag. Helsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar sé að stöðva hallarekstur ríkissjóðs með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Stjórnarráðið Útgjöld vaxi ekki meira en um tvö prósent á ári Fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar og fjármálaáætlun, styðjist nú í fyrsta sinn við stöðugleikareglu. Reglan feli í sér að ríkisútgjöld vaxi ekki til lengdar umfram vöxt verðmætasköpunar í hagkerfinu. Í grunninn felist í stöðugleikareglu að skilyrt verði að útgjöld ríkissjóðs, A-1 hluta, skuli vaxa að hámarki um tvö prósent að raunvirði að ári. „Styrk stjórn á fjármálum ríkisins er forgangsverkefni til þess að ná stöðugleika í efnahagslífi, lækka vexti, rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í samfélaginu. Samstaða um þessa breyttu forgangsröðun mun varða leiðina að bættum lífskjörum og úrlausn margra brýnna verkefna. Samtímis er lögð rík áhersla á að verja grunnstoðir samfélagsins og styðja við markmið um velsæld og efnahagslegan stöðugleika. Þá er gert ráð fyrir verulegri fjárfestingu í innviðum, ekki síst á sviði samgangna,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála og efnahagsráðherra. Þriðjungur í heilbrigðismálin Á tímabili fjármálaáætlunar sé gert ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti ríkissjóðs, að jafnaði 1,6 prósent að raunvirði á ári. Þróun á útgjöldum taki mið af þessu og beinist meðal annars að félags- og tryggingamálum, heilbrigðismálum og samgöngumálum. Framlög til þessara málaflokka aukist mest í krónum talið og renni um helmingur útgjalda ríkissjóðs til þeirra. Framlög til utanríkismála aukist hins vegar hlutfallslega mest. Framlög til heilbrigðismála nemi tæplega þriðjungi af heildarútgjöldum ríkissjóðs og aukist um 57 milljarða króna á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Heilbrigðiskerfið verði eflt og aðgengi að þjónustu tryggt um land allt, með áherslu á jafnræði, velferð og fagmennsku. Gert sé ráð fyrir að stoðir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu verði styrktar í takt við fjölgun og öldrun þjóðarinnar, meðal annars með fjölgun hjúkrunarrýma og aukinni heimahjúkrun. Þá sé áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðis-þjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Auk þess sé gert ráð fyrir hagræðingu og markvissari nýtingu fjármuna í heilbrigðiskerfinu til að skapa svigrúm til nýrra og aukinna verkefna. Hækkað frítekjumark kostar fimm milljarða Framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála aukist um 38 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar. Kostnaður vegna nýs örorkulífeyriskerfis vegi þar þyngst eða um 18 milljarðar króna á ársgrundvelli. Þá aukist kostnaður vegna fjölgunar endurhæfingarlífeyrisþega og þess að þeir eru lengur í endurhæfingu en áður. Þessar breytingar leiði til tæplega 5 milljarða króna kostnaðarauka á fyrsta ári áætlunarinnar með áframhaldandi áhrifum á seinni árum tímabilsins. Áform um að binda í lög tengingu lífeyrisgreiðslna við launavísitölu kosti 9 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar. Frítekjumark ellilífeyrisþega verði hækkað í 60 þúsund krónur á mánuði í þrepum en kostnaður vegna þess nemi 5 milljörðum króna á ári þegar breytingin er að fullu komin til framkvæmda. Allt endurspegli þetta áherslu stjórnvalda á að bæta afkomu viðkvæmra hópa samfélagsins. Framlög til samgöngumála séu aukin úr 66 milljörðum króna í 74 milljarða króna á tímabilinu. Þar af fari 7 milljarðar króna til vegabóta, viðhalds og þjónustu strax á árinu 2026. Undanfarin 10 ár hafi umferð á þjóðvegum aukist um 70 til 100 prósent, sem hafi aukið álag á slitlag, brýr og burðarlag. Um 40 prósent þjóðvega séu metin í slæmu eða mjög slæmu ástandi og 30 prósent vegakerfisins sé með slakt burðarlag. „Þessi viðhaldsskuld sem hefur safnast upp um langt skeið krefst markvissrar fjárfestingar og forgangsröðunar til að efla innviði og bæta búsetuskilyrði á landinu öllu.“ Útgjöld alltaf umfram áætlun „Staðreyndin er sú að allt frá því að fyrsta fjármálaáætlunin var lögð fram samkvæmt þeim lögum sem nú gilda hafa útgjöld reynst verulega meiri er áætlun þess tíma gerði ráð fyrir. Það hefur meðal annars leitt til þess að ekki hefur verið nægt borð fyrir báru þegar áföll dynja yfir. Nú er lögð áhersla á að þessi saga endurtaki sig ekki,“ segir í tilkynningu. Hagræðingar skila 107 milljörðum króna Loks segir að almenningur á Íslandi hafi með skýrum hætti sýnt að hann láti afkomu og fjármál ríkisins sér ekki í léttu rúmi liggja. Fjölmargar tillögur frá almenningi, atvinnulífi og hinu opinbera hafi borist um hagræðingu í rekstri ríkisins. Það sé krefjandi verkefni að útfæra þær og koma til framkvæmda. Hagræðingartillögur muni sjást strax á útgjaldahlið fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar.
Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira