Fótbolti

570 milljóna upp­safnað tap hjá Ever­ton

Siggeir Ævarsson skrifar
Undanfarin ár hafa verið mögur hjá Everton.
Undanfarin ár hafa verið mögur hjá Everton. Visionhaus/Getty Images

Uppgjör Everton fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birt og er það neikvætt um 53 milljónir punda. Er þetta sjöunda árið í röð sem félagið er rekið með tapi og er uppsafnað tap yfir þessi sjö ár 570 milljónir punda.

Fjármálastjórn Everton hefur verið í töluverðri óreiðu undanfarin ár en á síðasta tímabili voru alls átta stig dregin af félaginu fyrir tvö mismunandi brot á fjármálareglum deildarinnar. Stuðningsmenn félagsins vonast þó eftir að framundan sé bjartari tíð með blóm í haga eftir að eigendaskipti urðu í desember.

Samkvæmt fjármálareglum deildarinnar mega félögin ekki tapa meira en 105 milljónum samanlagt yfir þrjú tímabil. Everton fór töluvert yfir þá upphæð og tapaði 187 milljónum en kostnaður við innviði félagsins, yngri flokkastarf og kvennaliðið er frádráttarbær frá þessari upphæð sem virðist hafa reddað Everton fyrir horn.

Liðið bjargaði sér frá falli í fyrra þrátt fyrir stigafrádrátt og er nú 15. sæti, 17 stigum frá fallsæti. Liðið mun flytja á nýjan leikvang sem tekur 52.888 áhorfendur í sæti fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×