„Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 08:03 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis áhyggjuefni. Nýlega var fyrirliði Bestu deildar liðs dæmdur í bann vegna veðmála. Í ljósi þess hyggst sambandið auka fræðslu. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var á dögunum dæmdur í bann vegna veðmála á leiki í Bestu deildinni og mun hann missa af hluta komandi Íslandsmóts sem hefst á laugardag. Hann er þriðji leikmaðurinn sem dæmdur er í bann fyrir slíkt á þremur árum. Erlendur eftirlitsaðili sér um að fylgjast með mögulegum brotum, sem fer í gegnum Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Við erum með vöktunaraðila á öllum leikjum KSÍ og fáum ábendingu þegar eitthvað óeðlilegt er í gangi. Þá eru virkjaðir ferlar hér innandyra og það fer sína leið í kerfinu eins og fyrri dæmi hafa sýnt,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild um eftirlitið. „Þetta er í gegnum UEFA, í raun og veru, og í gegnum okkar samninga við aðila úti sem vakta þessa leiki,“ segir Eysteinn og bætir við: „Við fáum alltaf inn á borð, eitthvað reglubundið. Því miður eru þannig mál sem þarf að vísa áfram. Hvert mál er einu máli og mikið í því samhengi.“ Davíð hafi rétt á sinni skoðun Veðmálaauglýsingar hafa færst í aukana í kringum hlaðvarpsþætti um fótbolta sem og á samfélagsmiðlum. Eysteinn segir veðmálastarfsemina viðfangsefni sem þurfi að nálgast frá nokkrum hliðum og endurskoða heilstætt. „Í umræðunni heyrir maður að það sé aukning og menn vilja meina. Við erum meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál. Við þurfum einhvern veginn að bregðast við því,“ segir Eysteinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði við Vísi, eftir að Elmar var dæmdur í bannið, að líklega önduðu margir leikmenn í Bestu deildinni léttar. Það væri vegna þess að þeir hefðu ekki náðst, þar sem töluvert meira væri um veðmál leikmanna í deildinni en þegar hefði komið í ljós. Um ummæli Davíðs segir Eysteinn: „Hann hefur rétt á sinni skoðun, þetta er skoðunin hans. Það getur vel verið að það sé meira um þetta en við áttum okkur á. Þess vegna þurfum við að efla fræðsluna. Það breytir því ekki að við náum kannski ekki öllum, lögreglan nær ekki öllum sem keyra of hratt á þjóðvegum landsins, en vonandi náum við að fyrirbyggja sem mest.“ Staðan áhyggjuefni Hlutaðeigandi aðilar, til að mynda leikmannasamtökin og hagsmunasamtökin ÍTF muni þá koma að átaki KSÍ hvað þessi mál varðar. Staðan sé áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni, myndi ég segja. Við þurfum einhvern veginn að reyna að fara meira í fræðslu og forvarnir. Við erum að fara í samtarfsverkefni með SÁÁ, varðandi veðmálafíkn, og ég veit að ÍTF er líka að taka á fræðslu og forvörnum í Bestu deildunum, sem og Leikmannasamtökin líka. Þannig að við erum að sameinast um það að reyna að sporna við þessu eins og hægt,“ segir Eysteinn. KSÍ auglýsir Lengjuna Auglýsingar veðmála eru ekki löglegar í íslenskum fjölmiðlum, að undanskildum þeim frá Lengjunni. Í hlaðvörpum og á samfélagsmiðlum má aftur á móti sjá töluvert um auglýsingar erlendra veðmálasíðna á við EpicBet og Coolbet. Vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar eru orðnar íþróttaumfjöllun segir Eysteinn þurfi að móta heildræna stefnu hvað þessi mál varðar. „Ég held að íþróttahreyfingin og stjórnvöld þurfi náttúrulega bara að taka á þessu og móta stefnu. Það er eitthvað sem þarf að gerast. Það breytir því ekki að við erum með ákveðnar reglur í fótboltanum og þurfum að fara eftir þeim. Eitt af því er að allir skrifa undir leikmannasamninga, þar er skýrt að það er bannað að veðja á leiki KSÍ, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart að sem skrifar undir leikmannasamning KSÍ,“ segir Eysteinn. Nú er KSÍ með bæði Lengjudeildina og Lengjubikarinn á sínum vegum. Orkar tvímælis að KSÍ tali gegn veðmálum en auglýsi starfsemina með þeim hætti? „Ég veit ekki hvað segja skal um það. Auðvitað þarf að taka heildstæða umræðu, í hvaða átt við viljum fara og hvernig við viljum hafa regluverkið í kringum þetta,“ segir Eysteinn. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Áhyggjuefni og samfélagslegt vandamál KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fjárhættuspil Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var á dögunum dæmdur í bann vegna veðmála á leiki í Bestu deildinni og mun hann missa af hluta komandi Íslandsmóts sem hefst á laugardag. Hann er þriðji leikmaðurinn sem dæmdur er í bann fyrir slíkt á þremur árum. Erlendur eftirlitsaðili sér um að fylgjast með mögulegum brotum, sem fer í gegnum Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Við erum með vöktunaraðila á öllum leikjum KSÍ og fáum ábendingu þegar eitthvað óeðlilegt er í gangi. Þá eru virkjaðir ferlar hér innandyra og það fer sína leið í kerfinu eins og fyrri dæmi hafa sýnt,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild um eftirlitið. „Þetta er í gegnum UEFA, í raun og veru, og í gegnum okkar samninga við aðila úti sem vakta þessa leiki,“ segir Eysteinn og bætir við: „Við fáum alltaf inn á borð, eitthvað reglubundið. Því miður eru þannig mál sem þarf að vísa áfram. Hvert mál er einu máli og mikið í því samhengi.“ Davíð hafi rétt á sinni skoðun Veðmálaauglýsingar hafa færst í aukana í kringum hlaðvarpsþætti um fótbolta sem og á samfélagsmiðlum. Eysteinn segir veðmálastarfsemina viðfangsefni sem þurfi að nálgast frá nokkrum hliðum og endurskoða heilstætt. „Í umræðunni heyrir maður að það sé aukning og menn vilja meina. Við erum meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál. Við þurfum einhvern veginn að bregðast við því,“ segir Eysteinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði við Vísi, eftir að Elmar var dæmdur í bannið, að líklega önduðu margir leikmenn í Bestu deildinni léttar. Það væri vegna þess að þeir hefðu ekki náðst, þar sem töluvert meira væri um veðmál leikmanna í deildinni en þegar hefði komið í ljós. Um ummæli Davíðs segir Eysteinn: „Hann hefur rétt á sinni skoðun, þetta er skoðunin hans. Það getur vel verið að það sé meira um þetta en við áttum okkur á. Þess vegna þurfum við að efla fræðsluna. Það breytir því ekki að við náum kannski ekki öllum, lögreglan nær ekki öllum sem keyra of hratt á þjóðvegum landsins, en vonandi náum við að fyrirbyggja sem mest.“ Staðan áhyggjuefni Hlutaðeigandi aðilar, til að mynda leikmannasamtökin og hagsmunasamtökin ÍTF muni þá koma að átaki KSÍ hvað þessi mál varðar. Staðan sé áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni, myndi ég segja. Við þurfum einhvern veginn að reyna að fara meira í fræðslu og forvarnir. Við erum að fara í samtarfsverkefni með SÁÁ, varðandi veðmálafíkn, og ég veit að ÍTF er líka að taka á fræðslu og forvörnum í Bestu deildunum, sem og Leikmannasamtökin líka. Þannig að við erum að sameinast um það að reyna að sporna við þessu eins og hægt,“ segir Eysteinn. KSÍ auglýsir Lengjuna Auglýsingar veðmála eru ekki löglegar í íslenskum fjölmiðlum, að undanskildum þeim frá Lengjunni. Í hlaðvörpum og á samfélagsmiðlum má aftur á móti sjá töluvert um auglýsingar erlendra veðmálasíðna á við EpicBet og Coolbet. Vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar eru orðnar íþróttaumfjöllun segir Eysteinn þurfi að móta heildræna stefnu hvað þessi mál varðar. „Ég held að íþróttahreyfingin og stjórnvöld þurfi náttúrulega bara að taka á þessu og móta stefnu. Það er eitthvað sem þarf að gerast. Það breytir því ekki að við erum með ákveðnar reglur í fótboltanum og þurfum að fara eftir þeim. Eitt af því er að allir skrifa undir leikmannasamninga, þar er skýrt að það er bannað að veðja á leiki KSÍ, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart að sem skrifar undir leikmannasamning KSÍ,“ segir Eysteinn. Nú er KSÍ með bæði Lengjudeildina og Lengjubikarinn á sínum vegum. Orkar tvímælis að KSÍ tali gegn veðmálum en auglýsi starfsemina með þeim hætti? „Ég veit ekki hvað segja skal um það. Auðvitað þarf að taka heildstæða umræðu, í hvaða átt við viljum fara og hvernig við viljum hafa regluverkið í kringum þetta,“ segir Eysteinn. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Áhyggjuefni og samfélagslegt vandamál
KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fjárhættuspil Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira