Íslenski boltinn

Stúkan fær liðs­styrk í þremur kanónum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, Arnar Grétarsson og Bjarni Guðjónsson bætast í vaskan hóp Stúkumanna.
Ólafur Kristjánsson, Arnar Grétarsson og Bjarni Guðjónsson bætast í vaskan hóp Stúkumanna. vísir/hulda margrét/diego/bára

Þrír nýir sérfræðingar verða í Stúkunni í sumar. Þeir eru ekki af verri endanum en þeir hafa allir víðtæka reynslu úr fótboltanum.

Ólafur Kristjánsson, Arnar Grétarsson og Bjarni Guðjónsson bætast í hóp sérfræðinga Stúkunnar fyrir fótboltasumarið 2025. Með þeim verða sem fyrr Baldur Sigurðsson, Albert Ingason og Lárus Orri Sigurðsson.

Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, greindi frá liðsstyrknum á Twitter í dag.

Þremenningana þarf vart að kynna en þeir hafa komið víða við í fótboltanum, hér heima og erlendis. Þeir spiluðu allir hér heima og erlendis, þjálfuðu allir í íslensku deildinni og Ólafur og Arnar hafa einnig þjálfað erlendis. Ólafur starfar enn við þjálfun en hann stýrir Þrótti í Bestu deild kvenna.

Keppni í Bestu deild karla hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og nýliða Aftureldingar á laugardaginn. Þrír leikir verða á sunnudaginn, tveir á mánudaginn og fyrsti þáttur Stúkunnar verður svo klukkan 21:25 á Stöð 2 Sport 5 á mánudagskvöldið 7. apríl.

Hitað verður upp fyrir tímabilið sem framundan er í sérstökum upphitunarþætti af Stúkunni klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 5 á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×