Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:26 Á myndinni er eftirfarandi starfsfólk Orkubús Vestfjarða: Sölvi R. Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs, Gísli Jón Kristjánsson og Valgerður Árnadóttir, stjórnarmenn, Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður, Unnar Hermannsson og Viktoría Rán Ólafsdóttir, stjórnarmenn, Daníel Örn Antonsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Elías Jónatansson, orkubússtjóri. Orkubú Vestfjarða Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða, en þar segir að tekin hafi verið formleg ákvörðun um þetta á fundi stjórnar 26. mars síðastliðinn. „Virkjunin fellur vel að þeim markmiðum stjórnar Orkubús Vestfjarða að tryggja næga orkuöflun félagsins innan Vestfjarða, auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og gera félaginu kleift að taka þátt í grænum orkuskiptum á Vestfjörðum í samræmi við stefnu stjórnvalda,“ segir í bókun stjórnar. Virkjunin auki afhendingaröryggi um allt að 90 prósent Þar segir að Kvíslatunguvirkjun hafi alla burði til að verða arðbært verkefni fyrir Orkubúið. Virkjunin muni auk þess hafa afgerandi áhrif á afhendinaröryggi rafmagns á Ströndum, á Reykhólum og í Inndjúpi. „Virkjunin mun því draga mikið úr kostnaði við framleiðslu orku með díselvélum og minnka um leið losun gróðurhúsalofttegunda vegna keyrslu varaafls á því svæði.“ „Um er að ræða stærsta einstaka verkefni sem Orkubú Vestfjarða hefur ráðist í frá upphafi. Áformað afl virkjunarinnar er 9,5 MW í byrjun og má gera ráð fyrir að hún framleiði um 60 GWst að meðaltali á ári, en mögulegt er að bæta við lítilli 0,4MW virkjun í þrepi á milli uppistöðulóna virkjunarinnar.“ „Virkjunin fylgir fast á hæla Mjólkárvirkjunar að stærð, en hún er stærsta virkjun Orkubúsins og samanstendur í rauninni af þremur virkjunum, Mjólká I, Mjólká II og Mjólká III, sem samtals eru 11,2 MW.“ Þá segir að áætlaður kostnaður við byggingu virkjunarinnar sé rúmlega sjö milljarðar króna. Stefnt sé að því að hefja undirbúningsframkvæmdir í sumar. Aðalframkvæmdirnar verði á árinu 2026 og 2027. „Áætlanir gera ráð fyrir að virkjunin verði farin að framleiða raforku í árslok 2027.“ Strandabyggð Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða, en þar segir að tekin hafi verið formleg ákvörðun um þetta á fundi stjórnar 26. mars síðastliðinn. „Virkjunin fellur vel að þeim markmiðum stjórnar Orkubús Vestfjarða að tryggja næga orkuöflun félagsins innan Vestfjarða, auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og gera félaginu kleift að taka þátt í grænum orkuskiptum á Vestfjörðum í samræmi við stefnu stjórnvalda,“ segir í bókun stjórnar. Virkjunin auki afhendingaröryggi um allt að 90 prósent Þar segir að Kvíslatunguvirkjun hafi alla burði til að verða arðbært verkefni fyrir Orkubúið. Virkjunin muni auk þess hafa afgerandi áhrif á afhendinaröryggi rafmagns á Ströndum, á Reykhólum og í Inndjúpi. „Virkjunin mun því draga mikið úr kostnaði við framleiðslu orku með díselvélum og minnka um leið losun gróðurhúsalofttegunda vegna keyrslu varaafls á því svæði.“ „Um er að ræða stærsta einstaka verkefni sem Orkubú Vestfjarða hefur ráðist í frá upphafi. Áformað afl virkjunarinnar er 9,5 MW í byrjun og má gera ráð fyrir að hún framleiði um 60 GWst að meðaltali á ári, en mögulegt er að bæta við lítilli 0,4MW virkjun í þrepi á milli uppistöðulóna virkjunarinnar.“ „Virkjunin fylgir fast á hæla Mjólkárvirkjunar að stærð, en hún er stærsta virkjun Orkubúsins og samanstendur í rauninni af þremur virkjunum, Mjólká I, Mjólká II og Mjólká III, sem samtals eru 11,2 MW.“ Þá segir að áætlaður kostnaður við byggingu virkjunarinnar sé rúmlega sjö milljarðar króna. Stefnt sé að því að hefja undirbúningsframkvæmdir í sumar. Aðalframkvæmdirnar verði á árinu 2026 og 2027. „Áætlanir gera ráð fyrir að virkjunin verði farin að framleiða raforku í árslok 2027.“
Strandabyggð Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira