Innlent

Borgar­stjóra falið að beita sér fyrir því að einka­flug á Reykja­víkur­flug­velli fari annað

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þórdís Lóa lagði tillöguna fram á fundi borgarstjórnar í dag.
Þórdís Lóa lagði tillöguna fram á fundi borgarstjórnar í dag. Vísir/Vilhelm

Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 

Allir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með tillögunni auk Þórdísar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn henni og Framsóknarflokkurinn sat hjá.

Tillagan, með áðurnefndum breytingum hljómar á þá leið að lagt er til að borgarstjóra verði falið að beita sér fyrir því að færa umferð einkaþotna og almennt þyrlu - og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst og taka aftur upp samtal við ríkið byggt á samkomulagi sem gert var í október 2013 sem undirritað var af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra.

Í því samkomulegai stendur meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar.

Þórdís lóa sagði á borgarstjórnarfundinum í gærkvöldi að markmið tillögunnar sé að skapa sátt um umgjörð áætlunar og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli sem þarf að ríkja uns nýr staður er fundinn og um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins.

Áðu hafði verið haft eftir henni að auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi.

Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður.

Hins vegar hafi ekki verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug, og draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt sé að tryggja þá umgjörð sem þarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×