Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 14:33 F-35B herþota á flugi. Kyra Helwick Herflugmaður sem rataði í heimsfréttirnar fyrir að týna F-35 herþotu árið 2023 hefur loks tjáð sig um atvikið. Hinn 48 ára gamli fyrrverandi ofursti í landgönguliði Bandaríkjanna segir forsvarsmenn landgönguliðsins hafa komið illa fram við sig i kjölfar þess að hann skaut sér úr herþotunni á flugi. Þetta var í september 2023 og var Charles Del Pizzo í æfingarflugi á F-35B Lightning II herþotu. Það er sérstök útgáfa af F-35 þotunni sem getur virkað ekki ósvipað þyrlu og er hægt að taka á loft í henni og lenda henni lóðrétt, eins og sjá má hér. Del Pizzo átti að taka við stjórn mikilvægrar flugsveitar landgönguliðsins sem gerir meðal annars tilraunir með flugvélar og annan búnað sem landgönguliðið notar. Þess vegna var hann að fljúga þotunni við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, og kanna hversu góð hún væri. Í viðtali við Post and Courier segir Del Pizzo að veður hafi verið mjög slæmt og skyggni lítið sem ekkert þegar hann ætlaði að lenda flugvélinni lóðrétt og notast eingöngu við tækjabúnað vélarinnar, sem flugmenn gera reglulega. F-35 herþoturnar eru búnar sérstaklega miklum tæknibúnaði eins og myndavélum og skynjurum, sem flugmenn sjá gögn úr í sérstökum hjálmi sem þróaður var fyrir herþoturnar. Á sérstökum skjáum í hjálminum sá Del Pizzo hraða og hæð flugvélarinnar auk þess sem hann gat litið niður til að sjá nánast í gegnum flugvélina, með myndavélum undir henni. Blindur vegna rafmagnsbilunar Del Pizzo segir að þegar hann hafi verið að lenda hafi hjálmurinn bilað. Slökknað hafi á skjánum um tíma en svo hafi kviknað á honum aftur og viðvörunarljós sem vöruðu við margvíslegum bilunum blikkað þar. Síðan hafi aftur slökknað á skjánum áður en hann hafi kveikt á sér aftur skömmu síðar. Hann hætti við lendinguna og ýtti á takka sem lætur flugvélina hætta að haga sér eins og þyrla og fljúga aftur fram á við. Del Pizzo náði engu sambandi við annan flugmann sem var á svæðinu með honum, né flugturninn. Síðan slökknaði á skjánum í hjálminum í þriðja sinn og virtist ekki ætla að kvikna á honum aftur. Del Pizzo var í raun að fljúga blindandi og náði ekki sambandi við neinn. Fjörutíu og einni sekúndu eftir að fyrst slökknaði á skjánum í hjálmi hans, skaut Del Pizzo sér úr flugvélinni og var hann þá staddur yfir Suður-Karólínu. Hér að neðan má hlusta á símtal manns sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að Del Pizzo lenti í garðinum hjá honum. Flugmaðurinn bakbrotnaði í látunum en særðist lítið að öðru leyti. Hann óttaðist þó þegar hann féll til jarðar að flugvélin myndi falla til jarðar með honum og sagði Del Pizzo að hann óttaðist mest að aðrir á jörðu niðri myndu hljóta skaða af. Herþotan flaug þó áfram í nærri því ellefu og hálfa mínútu áður en hún brotlenti í skógi og fannst hún ekki fyrr en rúmum sólarhring síðar. Rekinn óvænt rúmu ári síðar Málið var í kjölfarið rannsakað ítarlega en aldrei hefur verið opinberað hvað bilaði í flugvélinni, af þjóðaröryggisástæðum. Hins var voru niðurstöður tveggja af þremur rannsóknum landgönguliðsins á þá leið að Del Pizzo væri ekki um að kenna. Í grein Post and Courier er vitnaði í notendaleiðbeiningar F-35B þar sem fram kemur að flugmenn eigi að skjóta sér úr flugvélinni við aðstæður eins og þær sem Del Pizzo var í. Rannsakendur í tveimur mismunandi rannsóknum sögðu að flestir flugmenn með sambærilega reynslu hefðu einnig skotið sér úr flugvélinni og hrósuðu rannsakendur annarrar rannsóknarinnar Del Pizzo fyrir viðbrögðin. Rúmu ári eftir atvikið, eða í september í fyrra, var honum þó óvænt vikið úr starfi og var það sagt í samræmi við niðurstöður nýrrar rannsóknar, þeirrar þriðju þar sem atvikið var skoðað. Í svari við fyrirspurn blaðamanns Post and Courier sögðu talsmenn landgönguliðsins að Del Pizzo hefði verið vikið úr starfi þar sem hann hefði misst traust yfirmanna sinna. Del Pizzo segir að sér hafi verið verulega brugðið og hann hafi verið sár vegna ákvörðunarinnar og ákvað hann að setjast í helgan stein. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira
Þetta var í september 2023 og var Charles Del Pizzo í æfingarflugi á F-35B Lightning II herþotu. Það er sérstök útgáfa af F-35 þotunni sem getur virkað ekki ósvipað þyrlu og er hægt að taka á loft í henni og lenda henni lóðrétt, eins og sjá má hér. Del Pizzo átti að taka við stjórn mikilvægrar flugsveitar landgönguliðsins sem gerir meðal annars tilraunir með flugvélar og annan búnað sem landgönguliðið notar. Þess vegna var hann að fljúga þotunni við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, og kanna hversu góð hún væri. Í viðtali við Post and Courier segir Del Pizzo að veður hafi verið mjög slæmt og skyggni lítið sem ekkert þegar hann ætlaði að lenda flugvélinni lóðrétt og notast eingöngu við tækjabúnað vélarinnar, sem flugmenn gera reglulega. F-35 herþoturnar eru búnar sérstaklega miklum tæknibúnaði eins og myndavélum og skynjurum, sem flugmenn sjá gögn úr í sérstökum hjálmi sem þróaður var fyrir herþoturnar. Á sérstökum skjáum í hjálminum sá Del Pizzo hraða og hæð flugvélarinnar auk þess sem hann gat litið niður til að sjá nánast í gegnum flugvélina, með myndavélum undir henni. Blindur vegna rafmagnsbilunar Del Pizzo segir að þegar hann hafi verið að lenda hafi hjálmurinn bilað. Slökknað hafi á skjánum um tíma en svo hafi kviknað á honum aftur og viðvörunarljós sem vöruðu við margvíslegum bilunum blikkað þar. Síðan hafi aftur slökknað á skjánum áður en hann hafi kveikt á sér aftur skömmu síðar. Hann hætti við lendinguna og ýtti á takka sem lætur flugvélina hætta að haga sér eins og þyrla og fljúga aftur fram á við. Del Pizzo náði engu sambandi við annan flugmann sem var á svæðinu með honum, né flugturninn. Síðan slökknaði á skjánum í hjálminum í þriðja sinn og virtist ekki ætla að kvikna á honum aftur. Del Pizzo var í raun að fljúga blindandi og náði ekki sambandi við neinn. Fjörutíu og einni sekúndu eftir að fyrst slökknaði á skjánum í hjálmi hans, skaut Del Pizzo sér úr flugvélinni og var hann þá staddur yfir Suður-Karólínu. Hér að neðan má hlusta á símtal manns sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að Del Pizzo lenti í garðinum hjá honum. Flugmaðurinn bakbrotnaði í látunum en særðist lítið að öðru leyti. Hann óttaðist þó þegar hann féll til jarðar að flugvélin myndi falla til jarðar með honum og sagði Del Pizzo að hann óttaðist mest að aðrir á jörðu niðri myndu hljóta skaða af. Herþotan flaug þó áfram í nærri því ellefu og hálfa mínútu áður en hún brotlenti í skógi og fannst hún ekki fyrr en rúmum sólarhring síðar. Rekinn óvænt rúmu ári síðar Málið var í kjölfarið rannsakað ítarlega en aldrei hefur verið opinberað hvað bilaði í flugvélinni, af þjóðaröryggisástæðum. Hins var voru niðurstöður tveggja af þremur rannsóknum landgönguliðsins á þá leið að Del Pizzo væri ekki um að kenna. Í grein Post and Courier er vitnaði í notendaleiðbeiningar F-35B þar sem fram kemur að flugmenn eigi að skjóta sér úr flugvélinni við aðstæður eins og þær sem Del Pizzo var í. Rannsakendur í tveimur mismunandi rannsóknum sögðu að flestir flugmenn með sambærilega reynslu hefðu einnig skotið sér úr flugvélinni og hrósuðu rannsakendur annarrar rannsóknarinnar Del Pizzo fyrir viðbrögðin. Rúmu ári eftir atvikið, eða í september í fyrra, var honum þó óvænt vikið úr starfi og var það sagt í samræmi við niðurstöður nýrrar rannsóknar, þeirrar þriðju þar sem atvikið var skoðað. Í svari við fyrirspurn blaðamanns Post and Courier sögðu talsmenn landgönguliðsins að Del Pizzo hefði verið vikið úr starfi þar sem hann hefði misst traust yfirmanna sinna. Del Pizzo segir að sér hafi verið verulega brugðið og hann hafi verið sár vegna ákvörðunarinnar og ákvað hann að setjast í helgan stein.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira