Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­keppni karla hefst

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valur varð Íslandsmeistari í fyrra eftir sigur í oddaleik gegn Grindavík. Liðin mætast í fyrstu umferðinni í ár.
Valur varð Íslandsmeistari í fyrra eftir sigur í oddaleik gegn Grindavík. Liðin mætast í fyrstu umferðinni í ár.

Fjöruga dagskrá er á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Úrslitakeppni Bónus deildar karla hefst með tveimur leikjum í kvöld. Átta liða úrslit Meistaradeildar ungmenna eru í fullum gangi. Svo má einnig finna hafnaboltaleiki og gott golf. 

Stöð 2 Sport

19:00 – Valur og Grindavík, liðin sem léku til úrslita í fyrra, mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus deildar karla.

Körfuboltakvöld gerir leikina svo upp í beinu kjölfari.

Stöð 2 Sport 2

15:55 – AZ Alkmaar og Manchester City mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar ungmenna.

Stöð 2 Sport 3

13:55 – Stuttgart og Barcelona mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar ungmenna.

Stöð 2 Sport 4

17:30 – Fyrsti keppnisdagur á Augusta National Women's Amateur.

22:00 – Fyrsti keppnisdagur T-Mobile Match Play í LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

18:50 – Tindastóll og Keflavík mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus deildar karla.

Vodafone Sport

17:00 – Milwaukee Brewers og Kansas City Royals mætast í MLB hafnaboltadeildinni.

22:30 – Baltimore Orioles og Boston Red Sox mætast í MLB hafnaboltadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×