Ekstra bladet greinir frá andláti „kokksins“ en það kom í ljós þegar réttarhöld á hendur mótorhjólagenginu, sem snúast um að fá þau bönnuð í Danmörku, áttu að halda áfram í morgun. Saksóknari greindi dómnum frá andlátinu.
Saksóknararnir vilja meina að Bandidos séu hættuleg og ofbeldisfull samtök, sem eigi því að verða leyst upp. Meðlimir Bandidos aftur á móti halda því fram að um félagsskap sé að ræða sem hafi áhuga á mótorhjólum.
Frá því í desember síðastliðnum hefur verið lagt tímabundið bann á starfsemi samtakanna í Danmörku. Tíu meðlimir gengisins eru í haldi þessa stundina grunaðir um að funda þrátt fyrir þetta bann.
Rosenvold, sem er forsvarsmaður Bandidos í Danmörku, var ekki einn þessara tíu, en fyrirhugað var að hann myndi gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Dómarinn frestaði þinghaldinu vegna fregnanna.
Samkvæmt DR tileinkaði Rosenvold stórum hluta lífs síns til Bandidos. Hann kom að stofnun gengisins í Danmörku á tíunda áratugnum. Áður hafði hann verið meðlimur annars mótorhjólagengis, sem hét Undertakers, en árið 1993 sameinaðist sá hópur Bandidos.
„Fyrst var ég ritari klúbbsins hérna í Danmörku, svo varaforseti og svo forsetinn yfir allri Evrópu,“ sagði Rosenvold við réttarhöldin í febrúar síðastliðnum.