Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 10:39 Heiðar Guðjónsson, fjárfestir, segir tolla draga úr viðskiptum og gera fólk fátækara. Vísir Verndartollar á innfluttar vörur sem Bandaríkastjórn kynnti í gær hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og gerir fólk fátækara, að sögn hagfræðings og fjárfestis. Tollar skaði almennt lífskjör almennings. Stjórn repúblikana í Bandaríkjunum kynnti verndartollar á innflutningsvöru á alla heimsbyggðina í gær. Tollarnir nema að lágmarki tíu prósentum, eins og í tilfelli Íslands, en tugum prósenta í sumum tilfellum. Áður höfðu Bandaríkjamenn lagð 25 prósent toll á innfluttar bifreiðar, stál og ál. Yfirlýst markmiði tollanna er að blása lífi í innlenda framleiðslu í Bandaríkunum í sumum tilfellum beita repúblikanar þeim sem þvingunaraðgerðum eins og gagnvart nágrannaríkjunum Kanada og Mexíkó. Bandarísk stjórnvöld saka ríkin um að gera ekki nóg til þess að stemma stigu við smygli yfir landamærin. Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir tollana mun verri en sérfræðingar höfðu óttast. Honum þykir sérstakt að Bandaríkjastjórn tali um „gagnkvæma tolla“ þegar hún leggur tíu prósent toll á allan innflutning jafnvel þótt ríki séu ekki með neina tolla á bandarískar vörur. Á Íslandi séu þannig til dæmis yfirleitt engir tollar á bandarískar vörur. Ákvörðun tollanna virðist enda ekki hafa byggt á tollum í viðskiptaríkjum Bandaríkjanna heldur á viðskiptahalla á milli þeirra. Þannig lögðu Bandaríkjamenn hæsta tolla á þau ríki sem viðskiptajöfnuður er neikvæður. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Heiðar að Bandaríkjaforseti hefði ýmislegt fyrir sér um viðskiptahrindanir sem önnur ríki beittu gegn bandarískum vörum og að jafna mætti leikinn. „En núna hefur þetta neikvæð áhrif á heimshagkerfið og dregur úr viðskiptum, dregur úr framleiðni hagkerfisins þannig að við verðum svona fátækari fyrir vikið. Það er ekki eins og það sé að koma kreppa en það verður minni hagvöxtur,“ sagði Heiðar sem var áður forstjóri Sýnar sem á Vísi. Eins og að pissa í skóinn sinn Þá var Heiðar ekki trúaður á að tollarnir skiluðu Bandaríkjastjórn þeim árangri sem hún stefnidi á. Hann sagði þá skammsýna og líkti þeim við það að pissa í skóinn sinn til þess að hlýja sér. „Þetta lagar ekkert vandamálið. Þetta er ekki að fara endurvekja iðnað í Bandaríkjunum því það tekur langan tíma. Það þorir enginn að fjárfesta svona í stórum fjárhæðum þegar hann veit að líftími fjárfestingarinnar er hugsanlega bara þrjú ár,“ sagði Heiðar og vísaði til þess tíma sem er eftir að kjörtímabili núverandi Bandaríkjaforseta. Tollar hefðu aldrei virkað í gegnum aldanna rás. Breska heimsveldið hefði rutt brautina í frjálsri verslun og notið góðs af því. Bandaríkin hefðu svo byrjað að fella niður tolla upp úr aldamótunum 1900. Þegar heimskreppan dundi á árið 1929 hefðu Bandaríkjamenn brugðist við með auknum tollum á önnur ríki sem hefði ollið enn frekari þrengingum þar. Atvinnuleysi hefði orðið meira og þjóðarframleiðsla minnkað meira vestanhafs en í Evrópu þar sem ekki var gengið eins hart fram í að leggja tolla á innflutningsvörur. „Þannig að tollar eru alltaf slæmir og tollar skaða lífskjör almennings,“ sagði Heiðar. Innheimtast seint og illa Eins gaf Heiðar lítið fyrir markmið Bandaríkjastjórnar um að innheimta biljón dollara í tekjur af tollunum, Saga tolla væri þannig að þeir innheimtust seint og illa. „Þetta er gömul hugmyndafræði. Þú heldur að með því að fikta í viðskiptum þá breytist ekkert annað. Það er eins og menn haldi áfram að kaupa evrópska bíla þó að tollarnir hækki. En þeir fara auðvitað frekar að kaupa bandaríska bíla en það er ekki eins og afkastageta bandarísku bílaverksmiðjanna yfir nóttu aukist um fjörutíu prósent,“ sagði fjárfestirinn. Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. 3. apríl 2025 07:50 Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Stjórn repúblikana í Bandaríkjunum kynnti verndartollar á innflutningsvöru á alla heimsbyggðina í gær. Tollarnir nema að lágmarki tíu prósentum, eins og í tilfelli Íslands, en tugum prósenta í sumum tilfellum. Áður höfðu Bandaríkjamenn lagð 25 prósent toll á innfluttar bifreiðar, stál og ál. Yfirlýst markmiði tollanna er að blása lífi í innlenda framleiðslu í Bandaríkunum í sumum tilfellum beita repúblikanar þeim sem þvingunaraðgerðum eins og gagnvart nágrannaríkjunum Kanada og Mexíkó. Bandarísk stjórnvöld saka ríkin um að gera ekki nóg til þess að stemma stigu við smygli yfir landamærin. Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir tollana mun verri en sérfræðingar höfðu óttast. Honum þykir sérstakt að Bandaríkjastjórn tali um „gagnkvæma tolla“ þegar hún leggur tíu prósent toll á allan innflutning jafnvel þótt ríki séu ekki með neina tolla á bandarískar vörur. Á Íslandi séu þannig til dæmis yfirleitt engir tollar á bandarískar vörur. Ákvörðun tollanna virðist enda ekki hafa byggt á tollum í viðskiptaríkjum Bandaríkjanna heldur á viðskiptahalla á milli þeirra. Þannig lögðu Bandaríkjamenn hæsta tolla á þau ríki sem viðskiptajöfnuður er neikvæður. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Heiðar að Bandaríkjaforseti hefði ýmislegt fyrir sér um viðskiptahrindanir sem önnur ríki beittu gegn bandarískum vörum og að jafna mætti leikinn. „En núna hefur þetta neikvæð áhrif á heimshagkerfið og dregur úr viðskiptum, dregur úr framleiðni hagkerfisins þannig að við verðum svona fátækari fyrir vikið. Það er ekki eins og það sé að koma kreppa en það verður minni hagvöxtur,“ sagði Heiðar sem var áður forstjóri Sýnar sem á Vísi. Eins og að pissa í skóinn sinn Þá var Heiðar ekki trúaður á að tollarnir skiluðu Bandaríkjastjórn þeim árangri sem hún stefnidi á. Hann sagði þá skammsýna og líkti þeim við það að pissa í skóinn sinn til þess að hlýja sér. „Þetta lagar ekkert vandamálið. Þetta er ekki að fara endurvekja iðnað í Bandaríkjunum því það tekur langan tíma. Það þorir enginn að fjárfesta svona í stórum fjárhæðum þegar hann veit að líftími fjárfestingarinnar er hugsanlega bara þrjú ár,“ sagði Heiðar og vísaði til þess tíma sem er eftir að kjörtímabili núverandi Bandaríkjaforseta. Tollar hefðu aldrei virkað í gegnum aldanna rás. Breska heimsveldið hefði rutt brautina í frjálsri verslun og notið góðs af því. Bandaríkin hefðu svo byrjað að fella niður tolla upp úr aldamótunum 1900. Þegar heimskreppan dundi á árið 1929 hefðu Bandaríkjamenn brugðist við með auknum tollum á önnur ríki sem hefði ollið enn frekari þrengingum þar. Atvinnuleysi hefði orðið meira og þjóðarframleiðsla minnkað meira vestanhafs en í Evrópu þar sem ekki var gengið eins hart fram í að leggja tolla á innflutningsvörur. „Þannig að tollar eru alltaf slæmir og tollar skaða lífskjör almennings,“ sagði Heiðar. Innheimtast seint og illa Eins gaf Heiðar lítið fyrir markmið Bandaríkjastjórnar um að innheimta biljón dollara í tekjur af tollunum, Saga tolla væri þannig að þeir innheimtust seint og illa. „Þetta er gömul hugmyndafræði. Þú heldur að með því að fikta í viðskiptum þá breytist ekkert annað. Það er eins og menn haldi áfram að kaupa evrópska bíla þó að tollarnir hækki. En þeir fara auðvitað frekar að kaupa bandaríska bíla en það er ekki eins og afkastageta bandarísku bílaverksmiðjanna yfir nóttu aukist um fjörutíu prósent,“ sagði fjárfestirinn.
Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. 3. apríl 2025 07:50 Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53
Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. 3. apríl 2025 07:50
Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57
„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58