Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið mann í höfuðið með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og í framhaldinu slegið hann þrisvar til fjórum sinnum í höfuðið. Fórnarlambið hlaut þá sjö sentimetra langan skurð á enni, auk þess að það brotaði úr tönnum.
Árásin átti sér stað aðfararnótt sunnudagsins 25. september 2022 við Strandgötu á Akureyri.
Sá sem dæmdur var sótti ekki þing og var hann sakfelldur fyrir það sem kveðið var á um í ákæru. Hann hafði áður hlotið dóm fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni og hlaut þá þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Með árásinni á Strandgötu 2022 rauf maðurinn skilorð og var refsing ákveðin sex mánaða fangelsi.
Brotaþoli krafðist einnig greiðslu 900 þúsund króna í miskabætur, en dómari mat hæfilega upphæð 600 þúsund krónur. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, um 350 þúsund krónur.