Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2025 15:23 Steinþór Einarsson hefur verið staðgengill sviðsstjóra síðan Eiríkur Björn Björgvinsson var kjörinn þingmaður Viðreisnar á Alþingi í lok nóvember. Róbert Reynisson Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við starfinu af Eiríki Birni Björgvinssyni sem er í fimm ára leyfi frá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn í nóvember í fyrra. Borgarráð samþykkti ráðningu Steinþórs í dag. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 ásamt því að vera staðgengill sviðsstjóra, en hann hefur verið starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Steinþór er með íþróttakennarapróf sem grunn- og framhaldsskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og diplóma í markaðs- og útflutningsfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem íþróttakennari við Foldaskóla í þrjú ár og tók svo til starfa hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar (ÍTR) þar sem hann var skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustu í 25 ár. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 en meðfram störfum sínum hefur hann verið staðgengill sviðsstjóra til margra ára og starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Auk þess má geta að hann hefur verið formaður félags stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og verið fulltrúi Reykjavíkurborgar í alþjóðlegu samstarfi á sviði íþrótta- og tómstundamála. Starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar var auglýst laust til umsóknar í lok janúar síðastliðinn þar sem fyrrverandi sviðsstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, var kjörinn á Alþingi. Borgarráð samþykkti beiðni hans um tímabundið leyfi frá störfum sem geti staðið í allt að fimm ár. Alls bárust 54 umsóknir um starfið en tólf umsækjendur drógu umsóknir sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður var skipuð ráðgefandi hæfnisnefnd. Í lokaskýrslu ráðgefandi hæfnisnefndar til borgarráðs segir að það sé mat hæfnisnefndar að Steinþór Einarsson sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt umsögn ráðgefandi hæfnisnefndar byggir það meðal annars á yfirgripsmikilli þekkingu hans á málaflokkum sviðsins og því að „hann hefur, í gegnum árin, leitt fjölda stefnumótandi verkefna og hefur skýra framtíðarsýn á málaflokka menningar og íþrótta, mikilvægi jafnvægis þeirra á milli og samlegðartækifæri.“ Þá kom fram í umsögnum að Steinþór væri vel liðinn og öflugur stjórnandi sem ætti auðvelt með að fá fólk með sér. Reykjavík Alþingi Viðreisn Vistaskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Borgarráð samþykkti ráðningu Steinþórs í dag. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 ásamt því að vera staðgengill sviðsstjóra, en hann hefur verið starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Steinþór er með íþróttakennarapróf sem grunn- og framhaldsskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og diplóma í markaðs- og útflutningsfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem íþróttakennari við Foldaskóla í þrjú ár og tók svo til starfa hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar (ÍTR) þar sem hann var skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustu í 25 ár. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 en meðfram störfum sínum hefur hann verið staðgengill sviðsstjóra til margra ára og starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Auk þess má geta að hann hefur verið formaður félags stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og verið fulltrúi Reykjavíkurborgar í alþjóðlegu samstarfi á sviði íþrótta- og tómstundamála. Starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar var auglýst laust til umsóknar í lok janúar síðastliðinn þar sem fyrrverandi sviðsstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, var kjörinn á Alþingi. Borgarráð samþykkti beiðni hans um tímabundið leyfi frá störfum sem geti staðið í allt að fimm ár. Alls bárust 54 umsóknir um starfið en tólf umsækjendur drógu umsóknir sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður var skipuð ráðgefandi hæfnisnefnd. Í lokaskýrslu ráðgefandi hæfnisnefndar til borgarráðs segir að það sé mat hæfnisnefndar að Steinþór Einarsson sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt umsögn ráðgefandi hæfnisnefndar byggir það meðal annars á yfirgripsmikilli þekkingu hans á málaflokkum sviðsins og því að „hann hefur, í gegnum árin, leitt fjölda stefnumótandi verkefna og hefur skýra framtíðarsýn á málaflokka menningar og íþrótta, mikilvægi jafnvægis þeirra á milli og samlegðartækifæri.“ Þá kom fram í umsögnum að Steinþór væri vel liðinn og öflugur stjórnandi sem ætti auðvelt með að fá fólk með sér.
Reykjavík Alþingi Viðreisn Vistaskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira