Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. apríl 2025 20:33 Kjartan Logi Sigurjónsson er stöðuvörður. Vísir/Bjarki Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara. Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan. Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan.
Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira