ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2025 19:50 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Vísir/Hanna Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms. Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms.
Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08