ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2025 19:50 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Vísir/Hanna Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms. Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms.
Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08