Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2025 09:33 Sölvi Geir þarf ekki að leita miðvarðar þrátt fyrir að tveir hafi hrokkið úr lestinni skömmu fyrir mót. EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu. Jón Guðni tók ákvörðun um að hætta í vikunni. Hann hafði verið meiddur í um tvö ár áður en hann gekk í raðir Víkinga í fyrra en náði að spila 31 leik með liðinu í öllum keppnum. Hnén hafa hins vegar verið að stríða honum í vetur og hann í raun sárþjáður. „Eftir frí hefur hann verið í vandræði með hnéin á sér. Eftir Panathinaikos-leikina fór hann í sprautu til að lina þjáningum hans. Hann var mjög þjáður og gat ekki beitt sér að fullu. Batinn gekk mjög hægt eftir það og síðan þá hefur hann ekkert náð sér almennilega,“ segir Sölvi Geir um Jón Guðna í samtali við íþróttadeild. „Hann hefur rætt við okkur Kára um framhaldið og hefur tekið sér tíma í það að taka þessa ákvörðun. Ég skil ákvörðunina rosalega vel. Það er ekkert grín, ég þekki það sjálfur, að spila í gegnum svona mikinn sársauka. Mér finnst það bara vel gert hjá honum. En auðvitað er mikill missir af Nonna,“ segir Sölvi Geir sem sjálfur glímdi við þrálát bakmeiðsli í gegnum lunga fótboltaferils síns. Róbert og Sveinn fylla í skarðið Jón Guðni er annar miðvörðurinn, og í raun annar örvfætti miðvörðurinn í liði Víkings sem hættir á skömmum tíma. Halldór Smári Sigurðarson, herra Víkingur, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Sölvi ekki á flæðiskeri staddur hvað varnarlínuna varðar. „Við fengum auðvitað Róbert Orra (Þorkelsson) inn í þetta og Sveinn Gísli Þorkelsson er kominn með stærra hlutverk líka í liðinu. Við misstum tvo vinstri fótar hafsenta en erum með Svein Gísla og Róbert. Við ekkert í neinni krísu. Við erum ennþá með fjóra sterka hafsenta. Þó það sé vissulega missir af þessum tveimur strákum og karakter þeirra,“ segir Sölvi. Engin þörf fyrir gömlu hundana á æfingum Svo þið Kári Árna þurfið ekkert að stíga inn og manna miðvörðinn á æfingum? „Nei, alls ekki,“ segir Sölvi Geir og hlær. „Við erum með unga leikmenn líka. Davíð Helgi, til að mynda sem hefur stórt hlutverk með U19 ára landsliðinu. Þannig að við erum vel settir með vinstri fótar hafsentum í liðinu.“ Þannig að það stendur ekki leit eftir að varnarmanni vegna brotthvarfs tvímenninganna? „Nei. Við erum ekkert að leita neitt að því akkúrat núna. En erum alltaf með augun opin fyrir spennandi leikmönnum. Það breytist ekkert. En við erum ekki að leita að neinum til að fylla þessar stöður heldur fá aðrir leikmenn stærra hlutverk,“ segir Sölvi. Víkingar hefja leik í Bestu deild karla á mánudagskvöldið þegar ÍBV heimsækir Víkina. Fyrsta umferð deildarinnar fer af stað annað kvöld er Breiðablik og Afturelding eigast við í Kópavogi. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5 Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Jón Guðni tók ákvörðun um að hætta í vikunni. Hann hafði verið meiddur í um tvö ár áður en hann gekk í raðir Víkinga í fyrra en náði að spila 31 leik með liðinu í öllum keppnum. Hnén hafa hins vegar verið að stríða honum í vetur og hann í raun sárþjáður. „Eftir frí hefur hann verið í vandræði með hnéin á sér. Eftir Panathinaikos-leikina fór hann í sprautu til að lina þjáningum hans. Hann var mjög þjáður og gat ekki beitt sér að fullu. Batinn gekk mjög hægt eftir það og síðan þá hefur hann ekkert náð sér almennilega,“ segir Sölvi Geir um Jón Guðna í samtali við íþróttadeild. „Hann hefur rætt við okkur Kára um framhaldið og hefur tekið sér tíma í það að taka þessa ákvörðun. Ég skil ákvörðunina rosalega vel. Það er ekkert grín, ég þekki það sjálfur, að spila í gegnum svona mikinn sársauka. Mér finnst það bara vel gert hjá honum. En auðvitað er mikill missir af Nonna,“ segir Sölvi Geir sem sjálfur glímdi við þrálát bakmeiðsli í gegnum lunga fótboltaferils síns. Róbert og Sveinn fylla í skarðið Jón Guðni er annar miðvörðurinn, og í raun annar örvfætti miðvörðurinn í liði Víkings sem hættir á skömmum tíma. Halldór Smári Sigurðarson, herra Víkingur, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Sölvi ekki á flæðiskeri staddur hvað varnarlínuna varðar. „Við fengum auðvitað Róbert Orra (Þorkelsson) inn í þetta og Sveinn Gísli Þorkelsson er kominn með stærra hlutverk líka í liðinu. Við misstum tvo vinstri fótar hafsenta en erum með Svein Gísla og Róbert. Við ekkert í neinni krísu. Við erum ennþá með fjóra sterka hafsenta. Þó það sé vissulega missir af þessum tveimur strákum og karakter þeirra,“ segir Sölvi. Engin þörf fyrir gömlu hundana á æfingum Svo þið Kári Árna þurfið ekkert að stíga inn og manna miðvörðinn á æfingum? „Nei, alls ekki,“ segir Sölvi Geir og hlær. „Við erum með unga leikmenn líka. Davíð Helgi, til að mynda sem hefur stórt hlutverk með U19 ára landsliðinu. Þannig að við erum vel settir með vinstri fótar hafsentum í liðinu.“ Þannig að það stendur ekki leit eftir að varnarmanni vegna brotthvarfs tvímenninganna? „Nei. Við erum ekkert að leita neitt að því akkúrat núna. En erum alltaf með augun opin fyrir spennandi leikmönnum. Það breytist ekkert. En við erum ekki að leita að neinum til að fylla þessar stöður heldur fá aðrir leikmenn stærra hlutverk,“ segir Sölvi. Víkingar hefja leik í Bestu deild karla á mánudagskvöldið þegar ÍBV heimsækir Víkina. Fyrsta umferð deildarinnar fer af stað annað kvöld er Breiðablik og Afturelding eigast við í Kópavogi. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik - Afturelding (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur - Vestri (Stöð 2 BD) 16:15 KA - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Fram - ÍA (Stöð 2 Sport 5) Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira