Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Boði Logason skrifar 4. apríl 2025 10:36 Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í gærkvöldi. Vísir Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í Gamla bíói í gærkvöldi. Hún var að taka þátt í annað skiptið og segir tilfinninguna æðislega. „Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan. Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnir Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan.
Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnir Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira