Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2025 20:04 Haraldur Þór Jónsson, oddviti ætlar ekki að hætta, sem formaður Veiðifélags Þjórsár en hér er hann staddur við Ölfusá á Selfossi með Selfosskirkju rétt hjá sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér ekkert athugavert við það að hann sitji nú beggja megin borðsins, sé oddviti og nú nýkjörin formaður Veiðifélags Þjórsár. Prestur sveitarinnar, sem á sæti í sveitarstjórn hefur farið fram á að oddvitinn segi nú þegar af sér, sem formaður veiðifélagsins Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira