Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2025 08:02 Spennandi dagur er fram undan hjá mægðininum. Vísir/Ívar Magnús Már Einarsson mun stýra fyrsta leik Aftureldingar í efstu deild í kvöld. Verkefnið er ærið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks en þar stendur bróðir hans Anton Ari á milli stanganna. Móðir þeirra mun fylgjast spennt með úr stúkunni. Bræðurnir Anton og Magnús búa báðir í Mosfellsbæ og ólust þar upp á knattvöllum Aftureldingar. Það var sögulegt þegar liðið tryggði sæti sitt á meðal þeirra Bestu í fyrsta sinn síðasta haust og Anton fagnaði bróður sínum vel úr stúkunni. Nú munu þeir mætast í fyrsta leik annað kvöld. Aðspurður um sálfræðihernað í aðdraganda leiks segir Magnús: „Það var einhver sem spurði mig hvort ég myndi fara í eitthvað sálfræðistríð við hann en ég gæti allt eins talað við Esjuna, eða vegg. Það skiptir engu máli hvað ég myndi segja við hann. Hann myndi fara eins inn í leikinn. Það þjónar engum tilgangi.“ Pabbi byggði mark í garðinum og Anton skikkaður milli stanganna Þeir bræður hafa verið góðir vinir frá æsku og lítið um ríg. Anton Ari varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra og hefur unnið þónokkra titlana sem markvörður bæði Blika og Vals. Hann þakkar bróður sínum fyrir það að hann sé með hanskana í dag. „Ástæðan fyrir því að ég er markvörður í dag er bara hann. Pabbi var búinn að smíða mark í garðinum á Kjalarnesi og Maggi þurfti að æfa sig á skjóta. Ég var settur í markið,“ segir Anton Ari. „Það hefur alls ekki verið rígur. Þeir eru samheldnir og hafa stutt hvorn annan. Ég allavega man ekki eftir öðru,“ segir Hanna Símonardóttir, móðir þeirra. „Það voru örugglega nokkur skiptin sem hann fór að gráta þegar hann var svona ungur að fá boltann í sig. Það hefur bara hert hann greinilega, hann hætti allavega ekki í marki,“ segir Magnús. Fjölskyldumeðlimir þurfa að velja á milli Tekist verður þá á um hvaða lið eigi að styðja innan fjölskyldunnar. Magnús fer með son sinn og jafnaldra hans, sem er sonur Antons, í Bingó á morgun og mun reyna að sannfæra hann. „Ég hugsa að ég fari í bingó með eldri guttann minn og taki þá guttann hans með. Þeir eru jafngamlir og bestu vinir. Þá fæ ég eitt enn tækifæri til að tala við Elmar, son hans, að styðja Aftureldingu í leiknum. Ég hef meira verið að bulla í honum fyrir leik,“ segir Magnús og uppsker hlátur. „Hann æfir með Aftureldingu og eðlilega á hann að halda með Aftureldingu í þessum leik, þó að pabbi hans sé í markinu hinu megin. Hann er mjög pólitískur í svörum og vill ekki segja neitt. En ég vonandi næ að snúa honum fyrir leik.“ Heimagerð treyja fyrir tilefnið Hanna Símonardóttir, móðir bræðranna, kveðst spennt fyrir leiknum og vonast eftir jafntefli bræðranna. Hún saumaði þá sérstaka treyju fyrir tilefnið sem hefur enn dýpri merkingu en aðeins fyrir liðin tvö sem eigast við. „Ég hef verið að hugsa þetta í svolítinn tíma. Ég fékk fjórar treyjur hjá Jóa í Jako, ein í hverjum lit og mixaði þetta saman. Við erum með rautt og svart fyrir Aftureldingu og grænt og hvítt fyrir Breiðablik. Þar að auki er þetta fáni flóttafólksins míns sem mér finnst ég verði að sýna stuðning með því að sauma hana svona,“ segir Hanna sem hefur verið ötul talskona réttindabaráttu flóttafólks. Palestíkskir fóstursynir hennar, Sameer Omran og Yazan Kawave, voru umfjöllunarefni Stöðvar 2 og Vísis í fyrra. Búningurinn er því í fánalitum Palestínu. Breiðablik og Afturelding mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 18:45. Umtalsvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Afturelding Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Bræðurnir Anton og Magnús búa báðir í Mosfellsbæ og ólust þar upp á knattvöllum Aftureldingar. Það var sögulegt þegar liðið tryggði sæti sitt á meðal þeirra Bestu í fyrsta sinn síðasta haust og Anton fagnaði bróður sínum vel úr stúkunni. Nú munu þeir mætast í fyrsta leik annað kvöld. Aðspurður um sálfræðihernað í aðdraganda leiks segir Magnús: „Það var einhver sem spurði mig hvort ég myndi fara í eitthvað sálfræðistríð við hann en ég gæti allt eins talað við Esjuna, eða vegg. Það skiptir engu máli hvað ég myndi segja við hann. Hann myndi fara eins inn í leikinn. Það þjónar engum tilgangi.“ Pabbi byggði mark í garðinum og Anton skikkaður milli stanganna Þeir bræður hafa verið góðir vinir frá æsku og lítið um ríg. Anton Ari varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra og hefur unnið þónokkra titlana sem markvörður bæði Blika og Vals. Hann þakkar bróður sínum fyrir það að hann sé með hanskana í dag. „Ástæðan fyrir því að ég er markvörður í dag er bara hann. Pabbi var búinn að smíða mark í garðinum á Kjalarnesi og Maggi þurfti að æfa sig á skjóta. Ég var settur í markið,“ segir Anton Ari. „Það hefur alls ekki verið rígur. Þeir eru samheldnir og hafa stutt hvorn annan. Ég allavega man ekki eftir öðru,“ segir Hanna Símonardóttir, móðir þeirra. „Það voru örugglega nokkur skiptin sem hann fór að gráta þegar hann var svona ungur að fá boltann í sig. Það hefur bara hert hann greinilega, hann hætti allavega ekki í marki,“ segir Magnús. Fjölskyldumeðlimir þurfa að velja á milli Tekist verður þá á um hvaða lið eigi að styðja innan fjölskyldunnar. Magnús fer með son sinn og jafnaldra hans, sem er sonur Antons, í Bingó á morgun og mun reyna að sannfæra hann. „Ég hugsa að ég fari í bingó með eldri guttann minn og taki þá guttann hans með. Þeir eru jafngamlir og bestu vinir. Þá fæ ég eitt enn tækifæri til að tala við Elmar, son hans, að styðja Aftureldingu í leiknum. Ég hef meira verið að bulla í honum fyrir leik,“ segir Magnús og uppsker hlátur. „Hann æfir með Aftureldingu og eðlilega á hann að halda með Aftureldingu í þessum leik, þó að pabbi hans sé í markinu hinu megin. Hann er mjög pólitískur í svörum og vill ekki segja neitt. En ég vonandi næ að snúa honum fyrir leik.“ Heimagerð treyja fyrir tilefnið Hanna Símonardóttir, móðir bræðranna, kveðst spennt fyrir leiknum og vonast eftir jafntefli bræðranna. Hún saumaði þá sérstaka treyju fyrir tilefnið sem hefur enn dýpri merkingu en aðeins fyrir liðin tvö sem eigast við. „Ég hef verið að hugsa þetta í svolítinn tíma. Ég fékk fjórar treyjur hjá Jóa í Jako, ein í hverjum lit og mixaði þetta saman. Við erum með rautt og svart fyrir Aftureldingu og grænt og hvítt fyrir Breiðablik. Þar að auki er þetta fáni flóttafólksins míns sem mér finnst ég verði að sýna stuðning með því að sauma hana svona,“ segir Hanna sem hefur verið ötul talskona réttindabaráttu flóttafólks. Palestíkskir fóstursynir hennar, Sameer Omran og Yazan Kawave, voru umfjöllunarefni Stöðvar 2 og Vísis í fyrra. Búningurinn er því í fánalitum Palestínu. Breiðablik og Afturelding mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 18:45. Umtalsvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan.
Afturelding Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki