Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 10:15 Max Verstappen sýndi í nótt af hverju hann hefur orðið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin ár. Hér fagnar hann mögnuðum lokahring sínum í tímatökunni í Japan. Getty/Kym Illman Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen minnti heldur betur á sig í tímatökunni fyrir Japanskappaksturinn í nótt. Tímatakan var í beinni á Vodafone Sport og það var mikil dramatík þegar Verstappen náði ráspólnum á síðustu stundu. Hér fyrir neðan má horfa á þennan rosalega lokahring. Klippa: Lokahringur Verstappen í tímatökunni í Japan Kristján Einar Kristjánsson, formúlusérfræðingur, átti ekki von á þessum magnaða lokahring frá hollenska heimsmeistaranum. „Það leit aldrei út fyrir að Max ætti einhvern möguleika á að berjast um ráspólinn svona. McLaren menn virtust vera með þetta algjörlega í vasanum en þessi hringur Max var einfaldlega magnaður,“ sagði Kristján Einar. „Það er hvergi að sjá að hann skilji eftir neinn tíma eftir á brautinni og miðað við hvað Red Bull bíllinn hefur verið erfiður við ökumennina í byrjun tímabils þá er nánast óskiljanlegt að hann finni þetta. Hann er að líka að fera það á Suzuka, sem er sennilega sú braut sem ökumenn þurfa mest traust á bílinn til að ná góðum hring. Þetta var ökumanns ráspóll ekki spurning, jafnvel sá besti á ferli Max,“ sagði Kristján. „Það sýnir líka hversu mögnuð keppnin er í byrjun tímabilsins að aðeins fjórir hundraðshlutar úr sekúndu skilja að topp þrjú. Mclaren menn eru með báða bílana sína beint fyrir aftan Max og munu sækja hart að honum frá fyrsta hring á morgun,“ sagði Kristján. Japanskappaksturinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 4.30 í fyrramálið. Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Tímatakan var í beinni á Vodafone Sport og það var mikil dramatík þegar Verstappen náði ráspólnum á síðustu stundu. Hér fyrir neðan má horfa á þennan rosalega lokahring. Klippa: Lokahringur Verstappen í tímatökunni í Japan Kristján Einar Kristjánsson, formúlusérfræðingur, átti ekki von á þessum magnaða lokahring frá hollenska heimsmeistaranum. „Það leit aldrei út fyrir að Max ætti einhvern möguleika á að berjast um ráspólinn svona. McLaren menn virtust vera með þetta algjörlega í vasanum en þessi hringur Max var einfaldlega magnaður,“ sagði Kristján Einar. „Það er hvergi að sjá að hann skilji eftir neinn tíma eftir á brautinni og miðað við hvað Red Bull bíllinn hefur verið erfiður við ökumennina í byrjun tímabils þá er nánast óskiljanlegt að hann finni þetta. Hann er að líka að fera það á Suzuka, sem er sennilega sú braut sem ökumenn þurfa mest traust á bílinn til að ná góðum hring. Þetta var ökumanns ráspóll ekki spurning, jafnvel sá besti á ferli Max,“ sagði Kristján. „Það sýnir líka hversu mögnuð keppnin er í byrjun tímabilsins að aðeins fjórir hundraðshlutar úr sekúndu skilja að topp þrjú. Mclaren menn eru með báða bílana sína beint fyrir aftan Max og munu sækja hart að honum frá fyrsta hring á morgun,“ sagði Kristján. Japanskappaksturinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 4.30 í fyrramálið.
Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira