Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 16:41 F-Type-bíll fyrir utan Jaguar-umboð í Littleton í Kóloradó. Jaguar Land Rover hefur gert tímabundið hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna. AP Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. Jaguar Land Rover Automotive, einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, greindi frá tímabundnu hléinu í yfirlýsingu í dag. „Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki HLR. Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ sagði í yfirlýsingunni. Högg fyrir iðnað í veseni Greinendur telja aðra breska bílaframleiðendur munu fylgja í kjölfarið eftir því sem hærri tollar auka pressuna á bílaiðnaðinn sem er þegar að berjast við minnkandi eftirspurn og þörf á endurskipulagningu vegna rafbílavæðingar. Framleiðsla bíla í Bretlandi minnkaði um 13,9 prósent í fyrra, eða tæplega 780 þúsund bíla. Rúmlega 77 prósent breskra bíla fara í útflutning. „Iðnaðurinn er þegar að glíma við mikinn mótvind og þessi tilkynning kemur á versta mögulega tímapunkti,“ sagði Mike Hawes, forstjóri SMMT, samtaka breskra bílaframleiðenda og söluaðila. Bílar Skattar og tollar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2025 14:32 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jaguar Land Rover Automotive, einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, greindi frá tímabundnu hléinu í yfirlýsingu í dag. „Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki HLR. Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ sagði í yfirlýsingunni. Högg fyrir iðnað í veseni Greinendur telja aðra breska bílaframleiðendur munu fylgja í kjölfarið eftir því sem hærri tollar auka pressuna á bílaiðnaðinn sem er þegar að berjast við minnkandi eftirspurn og þörf á endurskipulagningu vegna rafbílavæðingar. Framleiðsla bíla í Bretlandi minnkaði um 13,9 prósent í fyrra, eða tæplega 780 þúsund bíla. Rúmlega 77 prósent breskra bíla fara í útflutning. „Iðnaðurinn er þegar að glíma við mikinn mótvind og þessi tilkynning kemur á versta mögulega tímapunkti,“ sagði Mike Hawes, forstjóri SMMT, samtaka breskra bílaframleiðenda og söluaðila.
Bílar Skattar og tollar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2025 14:32 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2025 14:32