„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2025 21:36 Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025 vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tap í fyrsta leik liðsins í efstu deild. 2-0 varð niðurstaðan gegn Breiðablik, sem Magnús skrifar á ákveðinn sviðsskrekk, og bróðir hans kom í veg fyrir að Afturelding minnkaði muninn. „Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
„Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira