Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2025 10:19 Neytendastofa sektaði Sif Verslun ehf um 100 þúsund krónur vegna málsins. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað Sif Verslun ehf, rekstraraðila netverslunarinnar sifverslun.is, um 100 þúsund króna vegna rangra fullyrðinga um virkni svokallaðra NatPat-plástra sem félagið selur. Haldið var fram að plástrarnir gætu aukið svefngæði, minnkað stress, þunglyndi, kvíða og þreytu auk þess að vera fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkenni kvíða, ADHD, einhverfu eða bara róa barn sem hefur of mikla orku. Sagt er frá þessu á vef Neytendastofu. Fram kemur að stofnuninni hafi borist ábending um málið og óskaði í kjölfarið eftir sönnunum fyrir þeim fullyrðingum sem slegið var fram á heimasíðunni. „Sif Verslun færði ekki fullnægjandi sönnun fyrir fullyrðingunum en á meðan meðferð málsins stóð gerði félagið breytingar á netversluninni sem fól í sér að einstaka fullyrðingar voru fjarlægðar. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni NatPat plástranna sem væru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi tæki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Fullyrðingarnar væru því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytanda. Þá taldi Neytendastofa að með birtingu fullyrðinga um virkni NatPat plástra hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar gætu læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brotanna,“ segir á vef Neytendastofu. Þær fullyrðingar sem Neytendastofa setti út á í málinu voru eftirfarandi: 1) „Plástrarnir skynja UV-geisla sólarinnar og hjálpa til að koma í veg fyrir sólbruna með því að sýna þegar sólarvörn er hætt að virka“, 2) „Plástrarnir eru fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkennum kvíða, ADHD, einhverfu eða bara vantar að róa barn sem hefur of mikla orku“, 3) „…getur ZenPatch hjálpað þér að hafa stjórn á tilfinningum eins og streitu og kvíða með aðstoð mandarínu-, sætar appelsínu-, atlas sedrusvið- og lavenderilmkjarnaolía“, 4) „Fullkomið fyrir þá sem eiga erfitt að sofa á næturnar vegna stíflaðs nefs og þá sem eiga við árstíðarbundin ofnæmi að stríða“, 5) „SleepyPatch plástrarnir hjálpa bæði börnum og fullorðnum að sofna og halda svefni með hjálp ilmkjarnaolía sem róa taugakerfið og hjálpar líkamanum að fara yfir í djúpsvefn“, 6) „eykur svefngæði, minnkar stress, þunglyndi, kvíða og þreytu“, 7) „Örvar heilbrigðari og dýpri Rem svefn“, 8) „MagicPatch plástrarnir eru settir á bit og minnka kláða“, 9) „Plástrarnir eru krosslaga og þegar þeir eru strekktir yfir húðina auka þeir sogæðaflæðið og hjálpa til við að tæma munnvatn flugnanna sem er orsök kláðans“, 10) „Dregur strax úr kláða“ og 11) „Viltu stjórna sykur- og ruslfæðislöngun án þess að skaða samband þitt við mat? CravePatch getur hjálpað!“. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Haldið var fram að plástrarnir gætu aukið svefngæði, minnkað stress, þunglyndi, kvíða og þreytu auk þess að vera fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkenni kvíða, ADHD, einhverfu eða bara róa barn sem hefur of mikla orku. Sagt er frá þessu á vef Neytendastofu. Fram kemur að stofnuninni hafi borist ábending um málið og óskaði í kjölfarið eftir sönnunum fyrir þeim fullyrðingum sem slegið var fram á heimasíðunni. „Sif Verslun færði ekki fullnægjandi sönnun fyrir fullyrðingunum en á meðan meðferð málsins stóð gerði félagið breytingar á netversluninni sem fól í sér að einstaka fullyrðingar voru fjarlægðar. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni NatPat plástranna sem væru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi tæki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Fullyrðingarnar væru því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytanda. Þá taldi Neytendastofa að með birtingu fullyrðinga um virkni NatPat plástra hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar gætu læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brotanna,“ segir á vef Neytendastofu. Þær fullyrðingar sem Neytendastofa setti út á í málinu voru eftirfarandi: 1) „Plástrarnir skynja UV-geisla sólarinnar og hjálpa til að koma í veg fyrir sólbruna með því að sýna þegar sólarvörn er hætt að virka“, 2) „Plástrarnir eru fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkennum kvíða, ADHD, einhverfu eða bara vantar að róa barn sem hefur of mikla orku“, 3) „…getur ZenPatch hjálpað þér að hafa stjórn á tilfinningum eins og streitu og kvíða með aðstoð mandarínu-, sætar appelsínu-, atlas sedrusvið- og lavenderilmkjarnaolía“, 4) „Fullkomið fyrir þá sem eiga erfitt að sofa á næturnar vegna stíflaðs nefs og þá sem eiga við árstíðarbundin ofnæmi að stríða“, 5) „SleepyPatch plástrarnir hjálpa bæði börnum og fullorðnum að sofna og halda svefni með hjálp ilmkjarnaolía sem róa taugakerfið og hjálpar líkamanum að fara yfir í djúpsvefn“, 6) „eykur svefngæði, minnkar stress, þunglyndi, kvíða og þreytu“, 7) „Örvar heilbrigðari og dýpri Rem svefn“, 8) „MagicPatch plástrarnir eru settir á bit og minnka kláða“, 9) „Plástrarnir eru krosslaga og þegar þeir eru strekktir yfir húðina auka þeir sogæðaflæðið og hjálpa til við að tæma munnvatn flugnanna sem er orsök kláðans“, 10) „Dregur strax úr kláða“ og 11) „Viltu stjórna sykur- og ruslfæðislöngun án þess að skaða samband þitt við mat? CravePatch getur hjálpað!“.
Þær fullyrðingar sem Neytendastofa setti út á í málinu voru eftirfarandi: 1) „Plástrarnir skynja UV-geisla sólarinnar og hjálpa til að koma í veg fyrir sólbruna með því að sýna þegar sólarvörn er hætt að virka“, 2) „Plástrarnir eru fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkennum kvíða, ADHD, einhverfu eða bara vantar að róa barn sem hefur of mikla orku“, 3) „…getur ZenPatch hjálpað þér að hafa stjórn á tilfinningum eins og streitu og kvíða með aðstoð mandarínu-, sætar appelsínu-, atlas sedrusvið- og lavenderilmkjarnaolía“, 4) „Fullkomið fyrir þá sem eiga erfitt að sofa á næturnar vegna stíflaðs nefs og þá sem eiga við árstíðarbundin ofnæmi að stríða“, 5) „SleepyPatch plástrarnir hjálpa bæði börnum og fullorðnum að sofna og halda svefni með hjálp ilmkjarnaolía sem róa taugakerfið og hjálpar líkamanum að fara yfir í djúpsvefn“, 6) „eykur svefngæði, minnkar stress, þunglyndi, kvíða og þreytu“, 7) „Örvar heilbrigðari og dýpri Rem svefn“, 8) „MagicPatch plástrarnir eru settir á bit og minnka kláða“, 9) „Plástrarnir eru krosslaga og þegar þeir eru strekktir yfir húðina auka þeir sogæðaflæðið og hjálpa til við að tæma munnvatn flugnanna sem er orsök kláðans“, 10) „Dregur strax úr kláða“ og 11) „Viltu stjórna sykur- og ruslfæðislöngun án þess að skaða samband þitt við mat? CravePatch getur hjálpað!“.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf