Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. apríl 2025 12:12 Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. vísir/arnar Sóttvarnalæknir hvetur óbólusetta til að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas-ríkis í Bandaríkjunum þar sem mislingafaraldur gengur yfir um þessar mundir. Góð bólusetningarstaða sé besta vörnin gegn sjúkdómnum. Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira