80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2025 20:04 Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn úr Kópavogi, sem syngja saman á fernu tónleikum á næstunni áður en þeir halda á 150 ára afmælishátíðina um verslunarmannahelgina í Gimli í Kanada. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands. Karlarnir 80 hafa verið duglegir að æfa sig saman í Guðríðarkirkju í Grafarvogi enda mikið fram undan hjá sameiginlegum kórum og þeir önnum kafnir í söngnum. Hér erum við að tala um Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn, sem er líka karlakór en sami stjórnandi er í þeim báðum eða Atli Guðlaugsson og píanóleikari er Sigurður Helgi. Þrennir vortónleikar eru nú fram undan og svo verða líka tónleikar í Skálholti 27. júlí í sumar eða rétt áður en kórarnir fara með forseta Íslands á 150 ára afmælishátíð í Gimli í Kanada. „Við höfum æft sama prógrammið á báðum stöðum eða á Flúðum og í Kópavogi,“ segir Atli. Og verður ferðin í Gimli ekki mjög skemmtilegt og upplífgandi fyrir kórana? „Jú, jú þetta verður í bland tónleika og skemmtiferð. Þeir þurfa að syngja í svona fjóra daga og skemmta sér í fimm,“ segir Atli hlæjandi. En hvernig gengur Atla að stjórna 80 körlum? „Það er ekkert erfiðara að stjórna átta tíu heldur en tveimur körlum, það er oft erfiðara að vera með tvo en átta tíu.“ Atli Guðlaugsson er stjórnandi kóranna og fer létt með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og formenn kóranna eru ánægðir með samstarfið og það sem fram undan er. „Þessir kórar erumjög líkir, ég held að það sé bara margt svipað með þeim, hestamenn mikið í báðum kórum,” segir Loftur Snæfells Magnússon. formaður Karlakórs Hreppamanna. „Já, hestamenn eru skemmtilegir,” bætir Einar Pétursson, formaður Sprettskórsins við. Og þið eruð með létt og skemmtilegt prógramm eða hvað? „Já, við erum með íslenskt, ættjarðar íslenskt, sem við ætlum að fara með út, þannig að við æfum mikið af því,” segir Loftur. „Það verður engin svikin af því að mæta og hlusta á okkur,” bætir Einar við. Formenn kóranna, Einar Pétursson formaður Sprettskórsins (t.v.) og Loftur S. Magnússon formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá það sem er framundan hjá kórnum þegar tónleikar eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórar Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Karlarnir 80 hafa verið duglegir að æfa sig saman í Guðríðarkirkju í Grafarvogi enda mikið fram undan hjá sameiginlegum kórum og þeir önnum kafnir í söngnum. Hér erum við að tala um Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn, sem er líka karlakór en sami stjórnandi er í þeim báðum eða Atli Guðlaugsson og píanóleikari er Sigurður Helgi. Þrennir vortónleikar eru nú fram undan og svo verða líka tónleikar í Skálholti 27. júlí í sumar eða rétt áður en kórarnir fara með forseta Íslands á 150 ára afmælishátíð í Gimli í Kanada. „Við höfum æft sama prógrammið á báðum stöðum eða á Flúðum og í Kópavogi,“ segir Atli. Og verður ferðin í Gimli ekki mjög skemmtilegt og upplífgandi fyrir kórana? „Jú, jú þetta verður í bland tónleika og skemmtiferð. Þeir þurfa að syngja í svona fjóra daga og skemmta sér í fimm,“ segir Atli hlæjandi. En hvernig gengur Atla að stjórna 80 körlum? „Það er ekkert erfiðara að stjórna átta tíu heldur en tveimur körlum, það er oft erfiðara að vera með tvo en átta tíu.“ Atli Guðlaugsson er stjórnandi kóranna og fer létt með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og formenn kóranna eru ánægðir með samstarfið og það sem fram undan er. „Þessir kórar erumjög líkir, ég held að það sé bara margt svipað með þeim, hestamenn mikið í báðum kórum,” segir Loftur Snæfells Magnússon. formaður Karlakórs Hreppamanna. „Já, hestamenn eru skemmtilegir,” bætir Einar Pétursson, formaður Sprettskórsins við. Og þið eruð með létt og skemmtilegt prógramm eða hvað? „Já, við erum með íslenskt, ættjarðar íslenskt, sem við ætlum að fara með út, þannig að við æfum mikið af því,” segir Loftur. „Það verður engin svikin af því að mæta og hlusta á okkur,” bætir Einar við. Formenn kóranna, Einar Pétursson formaður Sprettskórsins (t.v.) og Loftur S. Magnússon formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá það sem er framundan hjá kórnum þegar tónleikar eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kórar Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira