80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2025 20:04 Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn úr Kópavogi, sem syngja saman á fernu tónleikum á næstunni áður en þeir halda á 150 ára afmælishátíðina um verslunarmannahelgina í Gimli í Kanada. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands. Karlarnir 80 hafa verið duglegir að æfa sig saman í Guðríðarkirkju í Grafarvogi enda mikið fram undan hjá sameiginlegum kórum og þeir önnum kafnir í söngnum. Hér erum við að tala um Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn, sem er líka karlakór en sami stjórnandi er í þeim báðum eða Atli Guðlaugsson og píanóleikari er Sigurður Helgi. Þrennir vortónleikar eru nú fram undan og svo verða líka tónleikar í Skálholti 27. júlí í sumar eða rétt áður en kórarnir fara með forseta Íslands á 150 ára afmælishátíð í Gimli í Kanada. „Við höfum æft sama prógrammið á báðum stöðum eða á Flúðum og í Kópavogi,“ segir Atli. Og verður ferðin í Gimli ekki mjög skemmtilegt og upplífgandi fyrir kórana? „Jú, jú þetta verður í bland tónleika og skemmtiferð. Þeir þurfa að syngja í svona fjóra daga og skemmta sér í fimm,“ segir Atli hlæjandi. En hvernig gengur Atla að stjórna 80 körlum? „Það er ekkert erfiðara að stjórna átta tíu heldur en tveimur körlum, það er oft erfiðara að vera með tvo en átta tíu.“ Atli Guðlaugsson er stjórnandi kóranna og fer létt með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og formenn kóranna eru ánægðir með samstarfið og það sem fram undan er. „Þessir kórar erumjög líkir, ég held að það sé bara margt svipað með þeim, hestamenn mikið í báðum kórum,” segir Loftur Snæfells Magnússon. formaður Karlakórs Hreppamanna. „Já, hestamenn eru skemmtilegir,” bætir Einar Pétursson, formaður Sprettskórsins við. Og þið eruð með létt og skemmtilegt prógramm eða hvað? „Já, við erum með íslenskt, ættjarðar íslenskt, sem við ætlum að fara með út, þannig að við æfum mikið af því,” segir Loftur. „Það verður engin svikin af því að mæta og hlusta á okkur,” bætir Einar við. Formenn kóranna, Einar Pétursson formaður Sprettskórsins (t.v.) og Loftur S. Magnússon formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá það sem er framundan hjá kórnum þegar tónleikar eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórar Tónlist Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Fleiri fréttir „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Sjá meira
Karlarnir 80 hafa verið duglegir að æfa sig saman í Guðríðarkirkju í Grafarvogi enda mikið fram undan hjá sameiginlegum kórum og þeir önnum kafnir í söngnum. Hér erum við að tala um Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn, sem er líka karlakór en sami stjórnandi er í þeim báðum eða Atli Guðlaugsson og píanóleikari er Sigurður Helgi. Þrennir vortónleikar eru nú fram undan og svo verða líka tónleikar í Skálholti 27. júlí í sumar eða rétt áður en kórarnir fara með forseta Íslands á 150 ára afmælishátíð í Gimli í Kanada. „Við höfum æft sama prógrammið á báðum stöðum eða á Flúðum og í Kópavogi,“ segir Atli. Og verður ferðin í Gimli ekki mjög skemmtilegt og upplífgandi fyrir kórana? „Jú, jú þetta verður í bland tónleika og skemmtiferð. Þeir þurfa að syngja í svona fjóra daga og skemmta sér í fimm,“ segir Atli hlæjandi. En hvernig gengur Atla að stjórna 80 körlum? „Það er ekkert erfiðara að stjórna átta tíu heldur en tveimur körlum, það er oft erfiðara að vera með tvo en átta tíu.“ Atli Guðlaugsson er stjórnandi kóranna og fer létt með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og formenn kóranna eru ánægðir með samstarfið og það sem fram undan er. „Þessir kórar erumjög líkir, ég held að það sé bara margt svipað með þeim, hestamenn mikið í báðum kórum,” segir Loftur Snæfells Magnússon. formaður Karlakórs Hreppamanna. „Já, hestamenn eru skemmtilegir,” bætir Einar Pétursson, formaður Sprettskórsins við. Og þið eruð með létt og skemmtilegt prógramm eða hvað? „Já, við erum með íslenskt, ættjarðar íslenskt, sem við ætlum að fara með út, þannig að við æfum mikið af því,” segir Loftur. „Það verður engin svikin af því að mæta og hlusta á okkur,” bætir Einar við. Formenn kóranna, Einar Pétursson formaður Sprettskórsins (t.v.) og Loftur S. Magnússon formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá það sem er framundan hjá kórnum þegar tónleikar eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kórar Tónlist Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Fleiri fréttir „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Sjá meira