Handbolti

Ís­lands­meistararnir örugg­lega í undanúr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Enginn skoraði meira en Ásbjörn.
Enginn skoraði meira en Ásbjörn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Íslandsmeistarar FH eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur á HK í kvöld. Lokatölur 21-25 í Kópavogi.

FH vann fyrri leik liðanna örugglega 32-21 og því var ljóst að ef Íslandsmeistararnir færu með sigur af hólmi í Kópavogi væru þeir búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Þó svo að HK-ingar hafi staðið sig talsvert betur en í fyrri viðureign liðanna reyndust meistararnir hreinlega of sterkir þegar á hólminn var komið.

Varnarleikur beggja liða var öflugur og lítið skorað í leiknum. Staðan í hálfleik var 9-13 og segja má að þá hafi verið ljóst í hvað stefndi. Munurinn var svo í kringum 3-4 mörk þar sem eftir lifði leiks en aðeins einu sinni náðu heimamenn að minnka muninn í tvö mörk. Nær komust þeir ekki og eru HK-ingar því farnir í sumarfrí.

Andri Þór Helgason var markahæstur í liði HK með 6 mörk. Þar á eftir komu Hjörtur Ingi Halldórsson og Sigurður Jefferson Guarino með 4 mörk hvor.

Hjá FH voru Jóhannes Berg Andrason og Ásbjörn Friðriksson markahæstir með 7 mörk hvor. Garðar Ingi Sindrason skoraði 5 mörk og Daníel Freyr Andrésson varði 12 skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×