Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 06:49 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir áríðandi að þessar breytingar á skattkerfinu verði greindar ítarlega. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. „Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“ Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira