Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2025 11:00 Robbie Williams er alltaf brattur þó stundum blási á móti. Snemma á ferlinum glímdi hann við mikinn vímuefnavanda og barðist við þunglyndi. Undanfarin ár hefur hann opnað sig um líkamsskynjunarröskun. Getty Breska poppstjarna Robbie Williams segist hafa orðið svo vannærður eftir notkun megrunarlyfs að hann hafi fengið skyrbjúg. Williams hefur áður opnað sig um líkamsskynjunarröskun sína og þunglyndi. Hinn 51 árs Williams fór í stórt viðtal við Mirror fyrir komandi tónleikaferðalag sitt og lýsti þar heilbrigðisvandræðum sínum. Hann segist hafa tekið sykursýkislyf í ætt við Ozempic til að léttast og misst rúm tólf kíló. „Ég hætti að borða og fékk ekki næringu,“ sagði Williams. Í kjölfarið hafi hann fundið fyrir svo miklum C-vítamín-skorti að hann var greindur með skyrbjúg. „Sautjándu aldar sjóræningjasjúkdómur,“ sagði Robbie um skyrbjúginn sem er ekki algalin lýsing. Skyrbjúgur (scorbutus) er hörgulsjúkdómur sem stafar af C-vítamíns skort og var algengur hjá sjómönnum í aldir og sérstaklega mikið vandamál í lengri sjúkdómum. Eftir kerfisbundnar rannsóknir um miðja 18. öld uppgötvaðist að sjúkdómurinn orsakaðist af skorti á askorbínsýru eða C-vítamíni. Williams hefur barist við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) um árabil og opnaði sig um líkamsímynd sína 2023. Vegna röskunarinnar túlkaði hann áhyggjur fólks af því að hann væri orðinn of grannur sem frábærar. „Með líkamsskynjunarröskun, þegar fólk segist hafa áhyggjur af því hvernig þú lítur út, segir þú: ,Mér hefur tekist það.' Þegar fólk segir: , Við höfum áhyggjur af því að þú sért of grannur' fer það inn í höfuðið mitt sem: ,Dottinn í lukkupottinn. Ég er kominn í fyrirheitna landið',“ sagði Williams við Mirror. Taldi sig vera lausan við þunglyndið Williams, sem greindist með þunglyndi snemma á ferli sínum, lýsti því hvernig hann hefði í fyrsta skiptið í tíu ár fundið aftur fyrir einkennum þunglyndisins „Árið byrjaði á slæmri geðheilsu, sem ég hef ekki fundið fyrir í mjög mjög langan tíma. Ég var dapur, ég var kvíðinn, ég var þunglyndur,“ sagði söngvarinn sem hafði talið sig vera búinn með þann kafla ævi sinnar. „Ég hélt þetta væru endalok þeirrar sögu og ég myndi bara ganga inn í þetta stórkostlega undraland. Að það skyldi snúa aftur var ruglandi,“ sagði Williams um þunglyndið. Robbie Williams og eiginkona hans, leikkonana Ayda Field, viðstödd frumsýningu Better Man í fyrra.Getty Árið í ár var erfitt fyrir Williams sem viðurkenndi að honum gengi illa að eiga við veikindi foreldra sinna. Móðir Robbie, Janet Williams, greindist með elliglöp í fyrra og fjórum árum fyrr greindist faðir hans, Pete Conway, með Parkinson-taugahrörnunarsjúkdóm. „Í sannleika sagt er ég mjög upptekinn og mér gengur illa að eiga við aðstæðurnar. Ég veit ekki hvernig ég á að gera það, þetta er ótrúlega flókið,“ sagði Williams sem vildi þó ekki ræða málið frekar. Williams hefur átt flókið samband við foreldra sína eins og kom fram í ævisögumyndinni Better Man sem kom í bíóhús hérlendis fyrr á árinu. Þar er fjallað um hvernig faðir hans fór frá fjölskyldunni þegar Robbie var barn og hvernig móðuramma Robbie, sem hann var af náinn, greindist með elliglöp og hrakaði hratt. Gagnrýnandi Vísis rýndi í Better Man í febrúar og var ansi ánægður með ævisögumyndina. Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Hinn 51 árs Williams fór í stórt viðtal við Mirror fyrir komandi tónleikaferðalag sitt og lýsti þar heilbrigðisvandræðum sínum. Hann segist hafa tekið sykursýkislyf í ætt við Ozempic til að léttast og misst rúm tólf kíló. „Ég hætti að borða og fékk ekki næringu,“ sagði Williams. Í kjölfarið hafi hann fundið fyrir svo miklum C-vítamín-skorti að hann var greindur með skyrbjúg. „Sautjándu aldar sjóræningjasjúkdómur,“ sagði Robbie um skyrbjúginn sem er ekki algalin lýsing. Skyrbjúgur (scorbutus) er hörgulsjúkdómur sem stafar af C-vítamíns skort og var algengur hjá sjómönnum í aldir og sérstaklega mikið vandamál í lengri sjúkdómum. Eftir kerfisbundnar rannsóknir um miðja 18. öld uppgötvaðist að sjúkdómurinn orsakaðist af skorti á askorbínsýru eða C-vítamíni. Williams hefur barist við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) um árabil og opnaði sig um líkamsímynd sína 2023. Vegna röskunarinnar túlkaði hann áhyggjur fólks af því að hann væri orðinn of grannur sem frábærar. „Með líkamsskynjunarröskun, þegar fólk segist hafa áhyggjur af því hvernig þú lítur út, segir þú: ,Mér hefur tekist það.' Þegar fólk segir: , Við höfum áhyggjur af því að þú sért of grannur' fer það inn í höfuðið mitt sem: ,Dottinn í lukkupottinn. Ég er kominn í fyrirheitna landið',“ sagði Williams við Mirror. Taldi sig vera lausan við þunglyndið Williams, sem greindist með þunglyndi snemma á ferli sínum, lýsti því hvernig hann hefði í fyrsta skiptið í tíu ár fundið aftur fyrir einkennum þunglyndisins „Árið byrjaði á slæmri geðheilsu, sem ég hef ekki fundið fyrir í mjög mjög langan tíma. Ég var dapur, ég var kvíðinn, ég var þunglyndur,“ sagði söngvarinn sem hafði talið sig vera búinn með þann kafla ævi sinnar. „Ég hélt þetta væru endalok þeirrar sögu og ég myndi bara ganga inn í þetta stórkostlega undraland. Að það skyldi snúa aftur var ruglandi,“ sagði Williams um þunglyndið. Robbie Williams og eiginkona hans, leikkonana Ayda Field, viðstödd frumsýningu Better Man í fyrra.Getty Árið í ár var erfitt fyrir Williams sem viðurkenndi að honum gengi illa að eiga við veikindi foreldra sinna. Móðir Robbie, Janet Williams, greindist með elliglöp í fyrra og fjórum árum fyrr greindist faðir hans, Pete Conway, með Parkinson-taugahrörnunarsjúkdóm. „Í sannleika sagt er ég mjög upptekinn og mér gengur illa að eiga við aðstæðurnar. Ég veit ekki hvernig ég á að gera það, þetta er ótrúlega flókið,“ sagði Williams sem vildi þó ekki ræða málið frekar. Williams hefur átt flókið samband við foreldra sína eins og kom fram í ævisögumyndinni Better Man sem kom í bíóhús hérlendis fyrr á árinu. Þar er fjallað um hvernig faðir hans fór frá fjölskyldunni þegar Robbie var barn og hvernig móðuramma Robbie, sem hann var af náinn, greindist með elliglöp og hrakaði hratt. Gagnrýnandi Vísis rýndi í Better Man í febrúar og var ansi ánægður með ævisögumyndina.
Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira