Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 17:40 Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga, formenn ríkisstjórnarflokkanna. vísir/Anton Brink Hagræðingahópur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur kostaði rúmar sjö milljónir króna. Mikill meirihluti fjármagnsins fór í launakostnað fjögurra manna starfshóps. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óskaði eftir tillögum frá almenningi í byrjun janúar um hvernig hagræði mætti í rekstri ríkisins. Einnig fundaði stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana um hvernig hagræða mætti í rekstri ríkisstofnana. Að lokum bárust tæplega fjögur þúsund hagræðingartillögur frá almenningi. Fjögurra manna starfshópur var skipaður til að vinna úr tillögunum. Það voru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Dilja Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir nákvæmum kostnaði fyrir störf starfshóps ríkisstjórnarinnar, en í heild nam kostnaðurinn 7.274.520 krónum. Þar af voru 6,9 milljónir í launakostnað starfshópsins. Björn Ingi, sem var jafnframt formaður hópsins, hlaut tvær og hálfa milljón í launakostnað. Gylfi og Oddný fengu bæði 1,8 milljónir hvor og Hildur átta hundruð þúsund krónur, samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar. Starfshópurinn fékk veitingar sem kostuðu 77.520 krónur og nam greiddur ferðakostnaður tvö hundruð þúsund krónum. 97 þúsund krónur fóru þá í aðgang að gervigreind en gervigreindarforrit var nýtt til að greina umsagnir almennings í alls ellefu meginþemu. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óskaði eftir tillögum frá almenningi í byrjun janúar um hvernig hagræði mætti í rekstri ríkisins. Einnig fundaði stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana um hvernig hagræða mætti í rekstri ríkisstofnana. Að lokum bárust tæplega fjögur þúsund hagræðingartillögur frá almenningi. Fjögurra manna starfshópur var skipaður til að vinna úr tillögunum. Það voru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Dilja Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir nákvæmum kostnaði fyrir störf starfshóps ríkisstjórnarinnar, en í heild nam kostnaðurinn 7.274.520 krónum. Þar af voru 6,9 milljónir í launakostnað starfshópsins. Björn Ingi, sem var jafnframt formaður hópsins, hlaut tvær og hálfa milljón í launakostnað. Gylfi og Oddný fengu bæði 1,8 milljónir hvor og Hildur átta hundruð þúsund krónur, samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar. Starfshópurinn fékk veitingar sem kostuðu 77.520 krónur og nam greiddur ferðakostnaður tvö hundruð þúsund krónum. 97 þúsund krónur fóru þá í aðgang að gervigreind en gervigreindarforrit var nýtt til að greina umsagnir almennings í alls ellefu meginþemu.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira