Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar 9. apríl 2025 19:31 Við vitum öll að íslenskt samfélag er að breytast á áður óþekktum hraða. Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir ef ekki á illa að fara. Margir íslenskir ríkisborgarar, eins og ég, komu hingað af sjálfviljug vegna aðdáunar á landi og þjóð. Flest viljum við leggja okkar að mörkum til að byggja og styrkja þetta land í samvinnu allra íbúa með frelsi, stolt og lýðræði að leiðarljósi. En þessar hugmyndir sem laða fólk að hinu fallega Íslandi eru smám saman að dofna í ljósi vandamála, áskorana og ekki síst samkeppni – jafnvel baráttu þeirra sem ættu að geta unnið saman að hagsmunum samfélagsins alls. Er það ekki ástæðan fyrir því að fólk ákveður að taka þátt í stjórnmálum? Er það ekki tilgangurinn með því að vera fulltrúi fólks sem ekki hefur sterka rödd í samfélaginu? Þannig vildi ég nýta rödd mína þegar mér gast tækifæri til að sitja um tíma sem varaþingmaður Flokks fólksins á Alþingi í apríl. Á elsta þingi heims, fyrirmyndinni að því hversu miklu er hægt að áorka með því að ræða saman og leita sameiginlegra lausna. Nauðsynlegar umbætur á menntakerfinu Og það er margt sem þarf að ræða. Auk vel þekktra vandamála eins og varðandi húsnæðismarkaðinn, verðbólgu og græðgi bankanna, sem lifa á kostnað lántakenda, eru líka sérstakar áskoranir fyrir ákveðna hópa samfélagsins. Nýleg verkföll kennara hafa sýnt okkur að menntakerfið þarfnast umbóta. Það er ekki lengur í takti við þann veruleika að stór hluti nemenda talar ekki íslensku. Fjölga verður faglærðum kennurum, sálfræðingum og sérfræðingum. Þessir sérfræðingar eru til staðar hér á Íslandi – fleiri en okkur kannski grunar - en því miður tala sumir þeirra ekki íslensku. Þar með er þetta fólk útilokað frá ýmsum störfum, þrátt fyrir að hafa menntun og reynslu sem munað getur um og stytt biðlista eftir þjónustu. Þegar ég kom hingað talaði ég ekki orð í íslensku en fékk samt tækifæri og traust til að nýta mína menntun og reynslu í vinnu með börnum. Hér eru talmeinafræðingar, sálfræðingar og þjálfarar sem gætu hjálpað börnum og foreldrum sem tala sama tungumál – eða að minnsta kosti nægilega góða ensku. Hversu mörg vandamál yrðu leyst með aðstoð menningartengiliða – fólks sem hefur búið hér í mörg ár og kann að brúa bilið milli menningar upprunalandsins síns og íslenskrar menningar? Það er allt annað að fá ráð frá samlöndum sem þegar hafa reynslu af nýja landinu en frá Íslendingi sem er erfitt að treysta til að byrja með, vegna tungumála- og menningarlegra hindrana. Stórbæta þarf túlkaþjónustu Og hvað með börn sem koma frá stríðshrjáðum svæðum? Við hverja eiga þau auðveldara með að tala og opna sig? Treysta þau frekar einhverjum sem þau tala við í gegnum túlka, eða einhverjum sem talar þeirra eigið tungumál og deilir sambærilegri reynslu – jafnvel bara þeirri tilfinningu að vera týndur í nýju landi sem þau skilja ekki? Túlkaþjónusta er annað mál sem Alþingi ætti að setja reglur um – of mörg mikilvæg fundargögn eru þýdd af tilviljanakenndu fólki sem hefur ekki nægjanlegan orðaforða á sérhæfðum sviðum eins og í menntamálum, heilbrigðisþjónustu og félagsmálum. Margir íslenskir ríkisborgarar af erlendum bergi brotnir vilja læra tungumálið en hafa hvorki fjármagn, tíma né orku til þess. Þriggja barna foreldri getur átt erfitt með að finna tíma og kraft til að læra íslensku eftir vinnu – oft eftir aðra eða þriðju vinnu. Íslenska er ekki auðvelt tungumál. Fjárfestum í framtíðinni Væri fjárfesting í ókeypis tungumála- og menningarnámskeiðum á vinnutíma ekki arðbær til lengri tíma litið? Væri ekki betra að fjárfesta í menntun barna og fullorðinna í stað þess að greiða síðar fyrir atvinnuleysi, veikindi og kulnun hjá fólki sem getur ekki haldið út í tvöfaldri og jafnvel þrefaldri vinnu í mörg ár til að tryggja fjölskyldu sinni mannsæmandi líf? Því skiptir ekki máli hvaðan við komum, hvort við tölum með hreim eða ekki. Það sem sameinar okkur er ástin á þessu landi. Sumir hafa elskað það í áratugi, aðrir í nokkur ár, en okkur er öllum annt um framtíð þess. Börnin okkar vaxa hér upp og munu sameiginlega fara inn á vinnumarkað framtíðarinnar. Það er undir okkur komið hvernig við undirbúum þau fyrir það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Við vitum öll að íslenskt samfélag er að breytast á áður óþekktum hraða. Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir ef ekki á illa að fara. Margir íslenskir ríkisborgarar, eins og ég, komu hingað af sjálfviljug vegna aðdáunar á landi og þjóð. Flest viljum við leggja okkar að mörkum til að byggja og styrkja þetta land í samvinnu allra íbúa með frelsi, stolt og lýðræði að leiðarljósi. En þessar hugmyndir sem laða fólk að hinu fallega Íslandi eru smám saman að dofna í ljósi vandamála, áskorana og ekki síst samkeppni – jafnvel baráttu þeirra sem ættu að geta unnið saman að hagsmunum samfélagsins alls. Er það ekki ástæðan fyrir því að fólk ákveður að taka þátt í stjórnmálum? Er það ekki tilgangurinn með því að vera fulltrúi fólks sem ekki hefur sterka rödd í samfélaginu? Þannig vildi ég nýta rödd mína þegar mér gast tækifæri til að sitja um tíma sem varaþingmaður Flokks fólksins á Alþingi í apríl. Á elsta þingi heims, fyrirmyndinni að því hversu miklu er hægt að áorka með því að ræða saman og leita sameiginlegra lausna. Nauðsynlegar umbætur á menntakerfinu Og það er margt sem þarf að ræða. Auk vel þekktra vandamála eins og varðandi húsnæðismarkaðinn, verðbólgu og græðgi bankanna, sem lifa á kostnað lántakenda, eru líka sérstakar áskoranir fyrir ákveðna hópa samfélagsins. Nýleg verkföll kennara hafa sýnt okkur að menntakerfið þarfnast umbóta. Það er ekki lengur í takti við þann veruleika að stór hluti nemenda talar ekki íslensku. Fjölga verður faglærðum kennurum, sálfræðingum og sérfræðingum. Þessir sérfræðingar eru til staðar hér á Íslandi – fleiri en okkur kannski grunar - en því miður tala sumir þeirra ekki íslensku. Þar með er þetta fólk útilokað frá ýmsum störfum, þrátt fyrir að hafa menntun og reynslu sem munað getur um og stytt biðlista eftir þjónustu. Þegar ég kom hingað talaði ég ekki orð í íslensku en fékk samt tækifæri og traust til að nýta mína menntun og reynslu í vinnu með börnum. Hér eru talmeinafræðingar, sálfræðingar og þjálfarar sem gætu hjálpað börnum og foreldrum sem tala sama tungumál – eða að minnsta kosti nægilega góða ensku. Hversu mörg vandamál yrðu leyst með aðstoð menningartengiliða – fólks sem hefur búið hér í mörg ár og kann að brúa bilið milli menningar upprunalandsins síns og íslenskrar menningar? Það er allt annað að fá ráð frá samlöndum sem þegar hafa reynslu af nýja landinu en frá Íslendingi sem er erfitt að treysta til að byrja með, vegna tungumála- og menningarlegra hindrana. Stórbæta þarf túlkaþjónustu Og hvað með börn sem koma frá stríðshrjáðum svæðum? Við hverja eiga þau auðveldara með að tala og opna sig? Treysta þau frekar einhverjum sem þau tala við í gegnum túlka, eða einhverjum sem talar þeirra eigið tungumál og deilir sambærilegri reynslu – jafnvel bara þeirri tilfinningu að vera týndur í nýju landi sem þau skilja ekki? Túlkaþjónusta er annað mál sem Alþingi ætti að setja reglur um – of mörg mikilvæg fundargögn eru þýdd af tilviljanakenndu fólki sem hefur ekki nægjanlegan orðaforða á sérhæfðum sviðum eins og í menntamálum, heilbrigðisþjónustu og félagsmálum. Margir íslenskir ríkisborgarar af erlendum bergi brotnir vilja læra tungumálið en hafa hvorki fjármagn, tíma né orku til þess. Þriggja barna foreldri getur átt erfitt með að finna tíma og kraft til að læra íslensku eftir vinnu – oft eftir aðra eða þriðju vinnu. Íslenska er ekki auðvelt tungumál. Fjárfestum í framtíðinni Væri fjárfesting í ókeypis tungumála- og menningarnámskeiðum á vinnutíma ekki arðbær til lengri tíma litið? Væri ekki betra að fjárfesta í menntun barna og fullorðinna í stað þess að greiða síðar fyrir atvinnuleysi, veikindi og kulnun hjá fólki sem getur ekki haldið út í tvöfaldri og jafnvel þrefaldri vinnu í mörg ár til að tryggja fjölskyldu sinni mannsæmandi líf? Því skiptir ekki máli hvaðan við komum, hvort við tölum með hreim eða ekki. Það sem sameinar okkur er ástin á þessu landi. Sumir hafa elskað það í áratugi, aðrir í nokkur ár, en okkur er öllum annt um framtíð þess. Börnin okkar vaxa hér upp og munu sameiginlega fara inn á vinnumarkað framtíðarinnar. Það er undir okkur komið hvernig við undirbúum þau fyrir það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun