Spá aukinni verðbólgu Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 10:12 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77 prósent á milli mánaða í apríl og að verðbólga aukist úr 3,8 prósentum í 4,0 prósent. Aukningin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár. Í pistli á vef bankans segir að deildin spái ekki auknum verðbólguþrýstingi, heldur skýrist hækkunin frekar af því að páskarnir voru fyrr á ferðinni í fyrra og hafi haft áhrif á flugfargjöld bæði í mars og apríl, en í ár geri deildin ráð fyrir að páskaáhrifin á flugfargjöld komi öll fram nú í apríl. Útsölurnar dregist á langinn Við þetta megi bæta að janúarútsölur á fötum og skóm hafi dregist lengur en áður og verð á þessum vörum sé enn lægra en það var fyrir útsölurnar. Deildin geri ráð fyrir því að útsöluáhrifin gangi nú að fullu til baka. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki [svo] aftur í maí og mælist þá 3,7 prósent.“ Hægari hjöðnun fram undan Eftir nokkuð öra hjöðnun síðustu tvö ár telji deildin að komið sé að kaflaskilum í baráttunni við verðbólguna og að það hægi á hjöðnun hennar. Hún spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77 prósent í apríl, 0,29 prósent í maí, 0,48 prósent í júní og 0,17 prósent í júlí. Gangi spáin eftir verði verðbólga 4,0 prósent í apríl, 3,7 prósent í bæði maí og júní, og 3,4 prósent í júlí. Samkvæmt nýbirtri langtímaspá deildarinnar muni verðbólga svo aukast örlítið aftur eftir júlímánuð og enda árið í 3,8 prósentum. Það skýrist ekki síst af því að í ágúst og september detti miklar lækkanir út úr tólf mánaða taktinum sem hafi orsakast af því að gjöld nokkurra háskóla voru felld niður og skólamáltíðir í grunnskólum voru gerðar gjaldfrjálsar. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Í pistli á vef bankans segir að deildin spái ekki auknum verðbólguþrýstingi, heldur skýrist hækkunin frekar af því að páskarnir voru fyrr á ferðinni í fyrra og hafi haft áhrif á flugfargjöld bæði í mars og apríl, en í ár geri deildin ráð fyrir að páskaáhrifin á flugfargjöld komi öll fram nú í apríl. Útsölurnar dregist á langinn Við þetta megi bæta að janúarútsölur á fötum og skóm hafi dregist lengur en áður og verð á þessum vörum sé enn lægra en það var fyrir útsölurnar. Deildin geri ráð fyrir því að útsöluáhrifin gangi nú að fullu til baka. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki [svo] aftur í maí og mælist þá 3,7 prósent.“ Hægari hjöðnun fram undan Eftir nokkuð öra hjöðnun síðustu tvö ár telji deildin að komið sé að kaflaskilum í baráttunni við verðbólguna og að það hægi á hjöðnun hennar. Hún spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77 prósent í apríl, 0,29 prósent í maí, 0,48 prósent í júní og 0,17 prósent í júlí. Gangi spáin eftir verði verðbólga 4,0 prósent í apríl, 3,7 prósent í bæði maí og júní, og 3,4 prósent í júlí. Samkvæmt nýbirtri langtímaspá deildarinnar muni verðbólga svo aukast örlítið aftur eftir júlímánuð og enda árið í 3,8 prósentum. Það skýrist ekki síst af því að í ágúst og september detti miklar lækkanir út úr tólf mánaða taktinum sem hafi orsakast af því að gjöld nokkurra háskóla voru felld niður og skólamáltíðir í grunnskólum voru gerðar gjaldfrjálsar.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira