Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2025 09:32 Vuk Oskar Dimitrijevic, Alexander Helgi Sigurðarson, Mathias Rosenørn og Oliver Sigurjónsson skiptu um lið í vetur. vísir/hulda margrét Vísir tók saman tíu leikmenn í Bestu deild karla sem færðu sig um set fyrir tímabilið og gætu blómstrað á nýjum stað. Þetta eru ekki endilega stærstu nöfnin í deildinni sem skiptu um lið, samanber Gylfi Þór Sigurðsson, heldur leikmenn sem hafa kannski ekki náð sér á strik undanfarin ár eða verið í litlu hlutverki en gætu fundið taktinn hjá nýju liði. Alexander Helgi Sigurðarson (KR) KR hefur fengið ótal leikmenn undanfarna mánuði en ein bestu félagaskiptin gætu reynst að hafa náð í Alexander frá Breiðabliki. Hann er gríðarlega hæfileikaríkaríkur leikmaður en hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta ferilsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, þekkir Alexander vel en hann var í lykilhlutverki hjá honum og spilaði stórvel þegar Breiðablik var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari 2021. Óskar vonast væntanlega eftir því að geta náð aftur því besta fram hjá Alexander í svarthvítu treyjunni. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Reykjavíkur - FC Reykjavik, KR (@krreykjavik1899) Vuk Oskar Dimitrijevic (Fram) Eftir að hafa leikið með FH í þrjú ár gekk Vuk í raðir Fram í vetur. Hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar hjá þessum hávaxna framherja en framlagið síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við þá. Vuk, sem sló í gegn hjá Leikni tímabilið 2020, hefur leikið áttatíu leiki í efstu deild og skorað tíu mörk sem gerir mark í áttunda hverjum leik. Vuk fær stórt hlutverk hjá Fram á þessu tímabili og liðið treystir á mörk og stoðsendingar frá honum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) Mathias Rosenørn (FH) Eftir að spilað vel í slöku Keflavíkurliði 2023 samdi Rosenørn við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil. Daninn spilaði lítið fyrir Garðabæjarliðið í fyrra en FH-ingar sáu sér leik á borði og sóttu hann. Markvarslan var til vandræða hjá FH á síðasta tímabili og hefur ekki verið styrkleiki hjá liðinu í mörg ár en Rosenørn er ætlað að breyta því. Hann gæti haft mikil áhrif á gengi FH-inga sem ætla að halda sér inni í úrslitakeppni efri hlutans. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Oliver Sigurjónsson (Afturelding) Hlutverk Olivers hjá Breiðabliki minnkaði talsvert á síðasta tímabili og hann var aðeins tvisvar sinnum í byrjunarliði liðsins í Bestu deildinni. Í byrjun desember var Oliver kynntur sem nýr leikmaður Aftureldingar sem vann sér sæti í Bestu deildinni í fyrra. Miðjumaðurinn er aðeins þrítugur, hefur enn mikið fram að færa og Mosfellingar gera miklar væntingar til hans. Hann gæti öðlast nýtt líf hjá Aftureldingu. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna) Daði Berg Jónsson (Víkingur) Daði fékk kannski ekki mörg tækifæri með Víkingi í fyrra en nýtti sínar mínútur vel, skoraði tvö mörk og sýndi að það er hellingur í hann spunnið. Hann vakti allavega athygli Vestra sem fékk hann á láni út tímabilið. Daði var í byrjunarliði Vestra gegn Val í 1. umferð Bestu deildarinnar og verður væntanlega í stóru hlutverki hjá Djúpmönnum í sumar. Hann leggur þar eflaust vel inn á reynslubankann fyrir framtíðina og Vestramenn vonast til að hann hjálpi liðinu að vera réttu megin við strikið í mótslok. View this post on Instagram A post shared by Vestri Knattspyrna (@vestriknattspyrna) Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR) Uppgangur Eiðs undanfarna mánuði hefur verið með ólíkindum. Hann tók slaginn með HK síðasta sumar eftir að hafa spilað með Ými í neðri deildunum allan sinn feril. Eiður sýndi góða takta með HK-ingum og vakti athygli á sér. Óskar Hrafn var allavega hrifinn af því sem hann sá og fékk Eið í Vesturbæinn. Eiður lék sinn fyrsta leik í efstu deild 21. maí í fyrra en er nú orðinn framherji númer eitt hjá KR. Eiður var sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og ætti að geta raðað inn mörkum í sókndjörfu liði KR. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Reykjavíkur - FC Reykjavik, KR (@krreykjavik1899) Guy Smit (Vestri) Hollendingurinn gekk til liðs við KR fyrir síðasta tímabil og átti afar erfitt uppdráttar framan af því. Hann spilaði þó betur eftir því sem á sumarið leið og eftir tímabilið fékk Vestri hann til að leysa William Eskelinen af hólmi. Hjá Vestra fær Guy í sínum þægindaramma og gera það sem hann er góður í. Hann er nefnilega hörku markvörður eins og hann sýndi sérstaklega sumarið 2021 með Leikni. Guy lék vel gegn Val í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni og mun hafa mikið um það að segja hvar Ísfirðingar enda í lok tímabilsins. Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Skömmu eftir brotthvarf Hinriks Harðarsonar til Odd í Noregi keypti ÍA Gísla aftur frá Val. Gísli lék með ÍA fyrstu ár ferilsins og er því kominn aftur heim á Akranes. Hann var ekki í stóru hlutverki hjá Val en fær núna tækifæri til að komast aftur á flug á kunnuglegum slóðum. Gísli er áræðinn og beinskeyttur sóknarmaður sem hentar vel í leikstíl ÍA. Gaman verður að fylgjast með samvinnu þeirra Viktors Jónssonar. View this post on Instagram A post shared by ÍA Akranes FC (@ia_akranes) Birkir Valur Jónsson (FH) Birkir hefur verið í lykilhlutverki hjá HK í mörg ár og er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. HK féll úr Bestu deildinni síðasta haust og FH sótti Birki í kjölfarið. Þessi öflugi bakvörður var frábær fyrstu árin sín hjá HK en hefur staðnað síðustu ár og þurfti nauðsynlega á nýrri áskorun að halda. Hann fær hana svo sannarlega í Krikanum en Birkir er hægri bakvörður númer eitt hjá FH sem freistar þess að halda sér í efri hluta deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Axel Óskar Andrésson (Afturelding) Eftir að hafa verið lengi erlendis sneri Axel heim fyrir síðasta tímabil og gekk í raðir KR. Hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í Vesturbænum og hann yfirgaf KR eftir tímabilið. Það kom svo fáum á óvart að Axel samdi við uppeldisfélagið Aftureldingu í vetur. Þar hittir hann fyrir yngri bróður sinn, markvörðinn Jökul. Axel hefur margt að bera, hraustur með eindæmum og mikill leiðtogi, og vonast til að geta sýnt sitt rétta andlit í heimahögunum. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna) Besta deild karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Þetta eru ekki endilega stærstu nöfnin í deildinni sem skiptu um lið, samanber Gylfi Þór Sigurðsson, heldur leikmenn sem hafa kannski ekki náð sér á strik undanfarin ár eða verið í litlu hlutverki en gætu fundið taktinn hjá nýju liði. Alexander Helgi Sigurðarson (KR) KR hefur fengið ótal leikmenn undanfarna mánuði en ein bestu félagaskiptin gætu reynst að hafa náð í Alexander frá Breiðabliki. Hann er gríðarlega hæfileikaríkaríkur leikmaður en hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta ferilsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, þekkir Alexander vel en hann var í lykilhlutverki hjá honum og spilaði stórvel þegar Breiðablik var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari 2021. Óskar vonast væntanlega eftir því að geta náð aftur því besta fram hjá Alexander í svarthvítu treyjunni. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Reykjavíkur - FC Reykjavik, KR (@krreykjavik1899) Vuk Oskar Dimitrijevic (Fram) Eftir að hafa leikið með FH í þrjú ár gekk Vuk í raðir Fram í vetur. Hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar hjá þessum hávaxna framherja en framlagið síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við þá. Vuk, sem sló í gegn hjá Leikni tímabilið 2020, hefur leikið áttatíu leiki í efstu deild og skorað tíu mörk sem gerir mark í áttunda hverjum leik. Vuk fær stórt hlutverk hjá Fram á þessu tímabili og liðið treystir á mörk og stoðsendingar frá honum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) Mathias Rosenørn (FH) Eftir að spilað vel í slöku Keflavíkurliði 2023 samdi Rosenørn við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil. Daninn spilaði lítið fyrir Garðabæjarliðið í fyrra en FH-ingar sáu sér leik á borði og sóttu hann. Markvarslan var til vandræða hjá FH á síðasta tímabili og hefur ekki verið styrkleiki hjá liðinu í mörg ár en Rosenørn er ætlað að breyta því. Hann gæti haft mikil áhrif á gengi FH-inga sem ætla að halda sér inni í úrslitakeppni efri hlutans. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Oliver Sigurjónsson (Afturelding) Hlutverk Olivers hjá Breiðabliki minnkaði talsvert á síðasta tímabili og hann var aðeins tvisvar sinnum í byrjunarliði liðsins í Bestu deildinni. Í byrjun desember var Oliver kynntur sem nýr leikmaður Aftureldingar sem vann sér sæti í Bestu deildinni í fyrra. Miðjumaðurinn er aðeins þrítugur, hefur enn mikið fram að færa og Mosfellingar gera miklar væntingar til hans. Hann gæti öðlast nýtt líf hjá Aftureldingu. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna) Daði Berg Jónsson (Víkingur) Daði fékk kannski ekki mörg tækifæri með Víkingi í fyrra en nýtti sínar mínútur vel, skoraði tvö mörk og sýndi að það er hellingur í hann spunnið. Hann vakti allavega athygli Vestra sem fékk hann á láni út tímabilið. Daði var í byrjunarliði Vestra gegn Val í 1. umferð Bestu deildarinnar og verður væntanlega í stóru hlutverki hjá Djúpmönnum í sumar. Hann leggur þar eflaust vel inn á reynslubankann fyrir framtíðina og Vestramenn vonast til að hann hjálpi liðinu að vera réttu megin við strikið í mótslok. View this post on Instagram A post shared by Vestri Knattspyrna (@vestriknattspyrna) Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR) Uppgangur Eiðs undanfarna mánuði hefur verið með ólíkindum. Hann tók slaginn með HK síðasta sumar eftir að hafa spilað með Ými í neðri deildunum allan sinn feril. Eiður sýndi góða takta með HK-ingum og vakti athygli á sér. Óskar Hrafn var allavega hrifinn af því sem hann sá og fékk Eið í Vesturbæinn. Eiður lék sinn fyrsta leik í efstu deild 21. maí í fyrra en er nú orðinn framherji númer eitt hjá KR. Eiður var sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og ætti að geta raðað inn mörkum í sókndjörfu liði KR. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Reykjavíkur - FC Reykjavik, KR (@krreykjavik1899) Guy Smit (Vestri) Hollendingurinn gekk til liðs við KR fyrir síðasta tímabil og átti afar erfitt uppdráttar framan af því. Hann spilaði þó betur eftir því sem á sumarið leið og eftir tímabilið fékk Vestri hann til að leysa William Eskelinen af hólmi. Hjá Vestra fær Guy í sínum þægindaramma og gera það sem hann er góður í. Hann er nefnilega hörku markvörður eins og hann sýndi sérstaklega sumarið 2021 með Leikni. Guy lék vel gegn Val í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni og mun hafa mikið um það að segja hvar Ísfirðingar enda í lok tímabilsins. Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Skömmu eftir brotthvarf Hinriks Harðarsonar til Odd í Noregi keypti ÍA Gísla aftur frá Val. Gísli lék með ÍA fyrstu ár ferilsins og er því kominn aftur heim á Akranes. Hann var ekki í stóru hlutverki hjá Val en fær núna tækifæri til að komast aftur á flug á kunnuglegum slóðum. Gísli er áræðinn og beinskeyttur sóknarmaður sem hentar vel í leikstíl ÍA. Gaman verður að fylgjast með samvinnu þeirra Viktors Jónssonar. View this post on Instagram A post shared by ÍA Akranes FC (@ia_akranes) Birkir Valur Jónsson (FH) Birkir hefur verið í lykilhlutverki hjá HK í mörg ár og er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. HK féll úr Bestu deildinni síðasta haust og FH sótti Birki í kjölfarið. Þessi öflugi bakvörður var frábær fyrstu árin sín hjá HK en hefur staðnað síðustu ár og þurfti nauðsynlega á nýrri áskorun að halda. Hann fær hana svo sannarlega í Krikanum en Birkir er hægri bakvörður númer eitt hjá FH sem freistar þess að halda sér í efri hluta deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Axel Óskar Andrésson (Afturelding) Eftir að hafa verið lengi erlendis sneri Axel heim fyrir síðasta tímabil og gekk í raðir KR. Hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í Vesturbænum og hann yfirgaf KR eftir tímabilið. Það kom svo fáum á óvart að Axel samdi við uppeldisfélagið Aftureldingu í vetur. Þar hittir hann fyrir yngri bróður sinn, markvörðinn Jökul. Axel hefur margt að bera, hraustur með eindæmum og mikill leiðtogi, og vonast til að geta sýnt sitt rétta andlit í heimahögunum. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna)
Besta deild karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki