Mark­vörður Frankfurt átti stór­leik á móti Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, svekkir sig yfir klúðri hans manna í kvöld.
Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, svekkir sig yfir klúðri hans manna í kvöld. Getty/Catherine Ivill

Tottenham og Eintracht Frankfurt gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Tottenham var betra liðið í leiknum en fann bara einu sinni leiðina framhjá frábærum markverði þýska liðsins.

Brasilíumaðurinn Kaua Santos átti nefnilega stórleik í marki Frankfurt.

Hugo Ekitike kom Frankfurt í 1-0 eftir aðeins sex mínútna leik en Pedro Porro jafnaði með hælspyrnu á 26. mínútu.

Tottenham náði ekki að bæta við marki og þarf nú að sækja sigur til Þýskalands í seinni leiknum ætli liðið í undanúrslitin.

Rangers og Athletic Club Bilbao gerði markalaust jafntefli í Skotlandi í sömu keppni en þetta var ekki kvöldið hans Alex Berenguer hjá Bilbao. Fyrst dæmdi Varsjáin af honum mark og svo klúðraði hann vítaspyrnu.

Rangers lifði það af að missa Robin Propper af velli með rautt spjald strax á þrettándu mínútu leiksins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira