Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 17:51 Jojo Siwa var í miklu uppnámi eftir niðrandi ummæli Mickey Rourke sem sagðist ætla að kjósa „lesbíuna“ strax út og að hún myndi hætta að vera hinsegin eftir vistina með honum. Getty Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa. Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni. Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira
Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni.
Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira