Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 17:12 Andrew Tate fyrir utan dómshúsið í Búkarest. AP/Andreea Alexandru Andrew Tate beindi byssu að andliti konu og skipaði henni að hlýða sér eða annars gjalda fyrir það. Þetta segir ein af fjórum breskum konum sem kært hafa áhrifavaldinn. Atvikinu er lýst í dómskjölum sem eru sögð innihalda ítarlegar lýsingar á nauðgunum, líkamsárásum og þvingunarstjórn. Ein kona sakar Tate um að hóta að drepa sig og önnur segir hann hafa tjáð henni að hann myndi drepa hvern þann sem myndi tala við hana. Þá segir sú þriðja Tate hafa fullyrt að hann hafi áður myrt fólk. Tate hafnar ásökununum og kallar þær „lygar“ og „grófan uppspuna“. Hann hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og fjallar ítarlega um ásakanirnar. Refsimál og einkamál hafa einnig verið höfðuð gegn Tate í Bandaríkjunum og Rúmeníu. Störfuðu hjá Tate Áðurnefnt einkamál í Bretlandi varðar atvik sem konurnar fjórar segja að hafi átt sér stað í Luton og Hitchin í Englandi á árunum 2013 til 2015. Tvær kvennanna unnu fyrir vefmyndavélafyrirtæki Tate árið 2015 en hinar tvær voru í sambandi með honum árin 2013 og 2014. BBC greinir frá því að Andrew Tate sé meðal annars sakaður um eftirfarandi: Nauðga og kyrkja konu sem var að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið hans árið 2015 Ráðast á aðra konu sem var einnig að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið á sama tíma Kyrkja áðurnefndar konur svo oft að þær fengu rauða bletti á augun en þetta er sagt afleiðing sprunginna háræða og algeng aukaverkun köfnunar Segja við þriðja aðila málsins: „ég er bara að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki“ áður en hann nauðgaði henni og kyrkti hana Kyrkja fjórða aðila málsins á meðan kynlífi stóð þar til hún missti meðvitund, og halda síðan áfram að stunda kynlíf með henni Þrjár kvennanna höfðu áður tilkynnt Tate til lögreglunnar en árið 2019 ákvað breska ákæruvaldið að höfða ekki sakamál. Konurnar fara fram á skaðabætur. Mál Andrew Tate Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Atvikinu er lýst í dómskjölum sem eru sögð innihalda ítarlegar lýsingar á nauðgunum, líkamsárásum og þvingunarstjórn. Ein kona sakar Tate um að hóta að drepa sig og önnur segir hann hafa tjáð henni að hann myndi drepa hvern þann sem myndi tala við hana. Þá segir sú þriðja Tate hafa fullyrt að hann hafi áður myrt fólk. Tate hafnar ásökununum og kallar þær „lygar“ og „grófan uppspuna“. Hann hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og fjallar ítarlega um ásakanirnar. Refsimál og einkamál hafa einnig verið höfðuð gegn Tate í Bandaríkjunum og Rúmeníu. Störfuðu hjá Tate Áðurnefnt einkamál í Bretlandi varðar atvik sem konurnar fjórar segja að hafi átt sér stað í Luton og Hitchin í Englandi á árunum 2013 til 2015. Tvær kvennanna unnu fyrir vefmyndavélafyrirtæki Tate árið 2015 en hinar tvær voru í sambandi með honum árin 2013 og 2014. BBC greinir frá því að Andrew Tate sé meðal annars sakaður um eftirfarandi: Nauðga og kyrkja konu sem var að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið hans árið 2015 Ráðast á aðra konu sem var einnig að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið á sama tíma Kyrkja áðurnefndar konur svo oft að þær fengu rauða bletti á augun en þetta er sagt afleiðing sprunginna háræða og algeng aukaverkun köfnunar Segja við þriðja aðila málsins: „ég er bara að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki“ áður en hann nauðgaði henni og kyrkti hana Kyrkja fjórða aðila málsins á meðan kynlífi stóð þar til hún missti meðvitund, og halda síðan áfram að stunda kynlíf með henni Þrjár kvennanna höfðu áður tilkynnt Tate til lögreglunnar en árið 2019 ákvað breska ákæruvaldið að höfða ekki sakamál. Konurnar fara fram á skaðabætur.
Mál Andrew Tate Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31
Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04