Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 17:36 Trump tilkynnti fyrst um tollahækkanir í síðustu viku. Þeir hafa tekið miklum breytingum síðan þá. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna. Í frétt BBC kemur fram að Trump sé nú að stýra opnum ríkisstjórnarfundi og hafi sagt við upphaf fundarins að það hefðu verið einhverjir byrjunarörðugleikar en að gærdagurinn hafi verið stór á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum þar sem markaðurinn jafnaði sig lítillega á tapi í kjölfar tilkynningar hans um tollahækkanir í síðustu viku. Sjá einnig: Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Þá sagði hann að fjárfestar væru ánægðir með það hvernig landinu sé stýrt og að það sé verið að reyna að „fá allan heiminn til að koma fram við Bandaríkin á sanngjarnan hátt“. Tekið er þó fram í frétt Guardian að markaðir hafi aftur tekið dýfu í dag og séu enn fyrir neðan það sem þeir voru áður en tollarnir voru tilkynntir. Stjórnvöld í Kína hafa svarað tollum Trump með sínum eigin tollum. Mikið hefur verið fjallað síðustu daga um tollahækkanir Trump en hann hækkaði tolla á innfluttar vörur frá mörgum ríkjum, þar með Íslandi, um tíu prósent síðustu helgi. Hærri tollahækkanir tóku síðan gildi í gær en um kvöldið tilkynnti Trump að hann hefði samþykkt 90 daga hlé á tollaðgerðum fyrir 75 lönd sem svöruðu tollum hans ekki með mótvægisaðgerðum. Evrópusambandið tilkynnti svo í dag að mótvægisaðgerðum þeirra, tuttugu prósenta tolli á ýmsar innfluttar vörur frá Bandaríkjunum, yrði frestað. Aðgerðirnar áttu að taka gildi 15. apríl en er frestað um 90 daga. Bandaríkin Kína Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í frétt BBC kemur fram að Trump sé nú að stýra opnum ríkisstjórnarfundi og hafi sagt við upphaf fundarins að það hefðu verið einhverjir byrjunarörðugleikar en að gærdagurinn hafi verið stór á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum þar sem markaðurinn jafnaði sig lítillega á tapi í kjölfar tilkynningar hans um tollahækkanir í síðustu viku. Sjá einnig: Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Þá sagði hann að fjárfestar væru ánægðir með það hvernig landinu sé stýrt og að það sé verið að reyna að „fá allan heiminn til að koma fram við Bandaríkin á sanngjarnan hátt“. Tekið er þó fram í frétt Guardian að markaðir hafi aftur tekið dýfu í dag og séu enn fyrir neðan það sem þeir voru áður en tollarnir voru tilkynntir. Stjórnvöld í Kína hafa svarað tollum Trump með sínum eigin tollum. Mikið hefur verið fjallað síðustu daga um tollahækkanir Trump en hann hækkaði tolla á innfluttar vörur frá mörgum ríkjum, þar með Íslandi, um tíu prósent síðustu helgi. Hærri tollahækkanir tóku síðan gildi í gær en um kvöldið tilkynnti Trump að hann hefði samþykkt 90 daga hlé á tollaðgerðum fyrir 75 lönd sem svöruðu tollum hans ekki með mótvægisaðgerðum. Evrópusambandið tilkynnti svo í dag að mótvægisaðgerðum þeirra, tuttugu prósenta tolli á ýmsar innfluttar vörur frá Bandaríkjunum, yrði frestað. Aðgerðirnar áttu að taka gildi 15. apríl en er frestað um 90 daga.
Bandaríkin Kína Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent