Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 20:31 Landsréttur taldi það refsingu mæðgnanna ekki í samræmi við brotin. Vísir/Getty Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi. Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi.
Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41