Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Skjáskot úr myndbandi af vettvangi þar sem þyrlan hrapaði í Hudson-á. AP Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. AP hefur fjölda látinna eftir viðbragðsaðilum á vettvangi og CBS hefur eftir New York-lögreglu að búið sé að draga líka allra farþeganna sex úr vatninu. Slökkviliði New York-borgar barst tilkynning um að þyrla hefði lent í vatninu um 15:17 að staðartíma (19:17 að íslenskum tíma). Í kjölfarið var mikið viðbragð virkjað og er fjöldi viðbragðsaðilar á vettvangi, bæði á landi og bátar á ánni. Búið er að koma fólkinu úr ánni en þyrlan er þar enn. Brak sást falla úr þyrlunni áður en hún lenti í ánni Þyrlan er talin vera af gerðinni Bell 206L-4 LongRanger IV, sem getur rúmað allt að sjö farþega, og í einkaeign. Hún hrapaði við ströndina, við hlið bryggju 40, hinum megin við New Jersey. Eftir að þyrlan tók á loft flaug hún í átt að frelsisstyttunni, hélt síðan upp Hudson-ánna, sneri við eftir að hafa flogið yfir George Washington-brú og flaug þá meðfram Jersey-hlið árinnar áður en hún hrapaði til jarðar við Jersey-borg. Talið er að þyrlan hafi verið á lofti í um fimmtán mínútur áður en hún splundraðist og hrapaði til jarðar. Brak úr þyrlunni sást falla úr þyrlunni áður en hún brotlenti í ánni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið rannsókn á slysinu. Fjöldi flugslysa í Bandaríkjunum síðustu mánuði Þyrlur og flugvélar eru ekki sjaldséðar yfir Manhattan, bæði einkaflugvélar og farþegaflugvélar. Fjöldi þyrlupalla er vítt og breitt um borgina og notfærir fjöldi forstjóra og efnameira fólks sér þyrlur til að komast á milli staða. Gegnum árin hafa þó nokkur flug- og þyrluslys orðið í borginni. Árið 2009 létust níu manns í árekstri flugvélar og ferðamannaþyrlu og fimm létust þegar þyrla hrapaði í Austurá í borginni. Þekktasta þyrluslys síðustu ára er án efa þegar einkaþyrla Kobe Bryant, fyrrverandi körfuboltamanns, hrapaði til jarðar í Calabassas í Kaliforníu með þeim afleiðingum að allir níu farþegar hennar létust, það á meðal Bryant og dóttir hans, Gigi. Töluvert hefur borið á flugslysum í Bandaríkjunum undanfarin misseri, 28 létust í flugslysi í Potomac-á í Washington-borg í janúar og sex létust þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu-borg. Samgönguslys Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira
AP hefur fjölda látinna eftir viðbragðsaðilum á vettvangi og CBS hefur eftir New York-lögreglu að búið sé að draga líka allra farþeganna sex úr vatninu. Slökkviliði New York-borgar barst tilkynning um að þyrla hefði lent í vatninu um 15:17 að staðartíma (19:17 að íslenskum tíma). Í kjölfarið var mikið viðbragð virkjað og er fjöldi viðbragðsaðilar á vettvangi, bæði á landi og bátar á ánni. Búið er að koma fólkinu úr ánni en þyrlan er þar enn. Brak sást falla úr þyrlunni áður en hún lenti í ánni Þyrlan er talin vera af gerðinni Bell 206L-4 LongRanger IV, sem getur rúmað allt að sjö farþega, og í einkaeign. Hún hrapaði við ströndina, við hlið bryggju 40, hinum megin við New Jersey. Eftir að þyrlan tók á loft flaug hún í átt að frelsisstyttunni, hélt síðan upp Hudson-ánna, sneri við eftir að hafa flogið yfir George Washington-brú og flaug þá meðfram Jersey-hlið árinnar áður en hún hrapaði til jarðar við Jersey-borg. Talið er að þyrlan hafi verið á lofti í um fimmtán mínútur áður en hún splundraðist og hrapaði til jarðar. Brak úr þyrlunni sást falla úr þyrlunni áður en hún brotlenti í ánni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið rannsókn á slysinu. Fjöldi flugslysa í Bandaríkjunum síðustu mánuði Þyrlur og flugvélar eru ekki sjaldséðar yfir Manhattan, bæði einkaflugvélar og farþegaflugvélar. Fjöldi þyrlupalla er vítt og breitt um borgina og notfærir fjöldi forstjóra og efnameira fólks sér þyrlur til að komast á milli staða. Gegnum árin hafa þó nokkur flug- og þyrluslys orðið í borginni. Árið 2009 létust níu manns í árekstri flugvélar og ferðamannaþyrlu og fimm létust þegar þyrla hrapaði í Austurá í borginni. Þekktasta þyrluslys síðustu ára er án efa þegar einkaþyrla Kobe Bryant, fyrrverandi körfuboltamanns, hrapaði til jarðar í Calabassas í Kaliforníu með þeim afleiðingum að allir níu farþegar hennar létust, það á meðal Bryant og dóttir hans, Gigi. Töluvert hefur borið á flugslysum í Bandaríkjunum undanfarin misseri, 28 létust í flugslysi í Potomac-á í Washington-borg í janúar og sex létust þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu-borg.
Samgönguslys Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira