Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 23:18 Yfirdýralæknir segir MAST sinna víðtæku eftirliti með blóðmerahaldi en ekki geta fylgst með hverri einustu blóðtöku á hverri einustu hryssu. Samsett Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur. Þóra Jóhanna fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um illa meðferð hryssa í fréttum í gær. MAST sendi frá sér tilkynningu um málið en Dýraverndunarsamband Íslands tilkynnti einnig að samtökin ætluðu, ásamt tveimur erlendum samtökum, að kæra illa meðferð hryssa í blóðmerahaldi til lögreglunnar. Þóra segir markmið stjórnvalda að hindra að ill meðferð endurtaki sig og stofnunin telji að með því að fjarlægja þennan eina aðila sé fyrirtækið búið að gera það. Hún segir blóðmerahald þá starfsemi sem MAST hafi einna mest eftirlit með. Það hafi til dæmis verið farið í eftirlit á öll bú þar sem er blóðmerahald. Eftirlitið sé ekki tilkynnt fyrir fram en eftirlitsfólk MAST geti ekki horft á hverja einustu blóðtöku á hverri einustu hryssu yfir allt sumarið. Þóra segir alveg skýrt að ábyrgð á velferð dýranna sé hjá ábyrgðarmanni hvers dýrs og að það sé á ábyrgð fyrirtækis sem fær leyfi til blóðtöku að hún sé framkvæmd eftir reglum. „Svo er ábyrgð allra þeirra sem eru á svæðinu og horfa á. Ef þeir verða varir við að það sé ekki farið eftir reglugerðum, lögum um velferð dýra, eða verklagsreglum sem fyrirtækinu hefur verið sett, þá ber þeim að tilkynna það til stofnunarinnar og þá er tekið á þeim málum.“ Mega ekki beita harðari refsingum en þörf er á Þóra segir heimild til að refsa vegna illrar meðferðar á dýrum en stjórnvöldum sé gert að beita ekki harðari refsingum en þarf til að ná markmiði. Það sé stundum verið að beita refsingum í forvarnarskyni en í alvarlegustu málunum séu þau kærð til lögreglu en lögregla hafi þurft að fella niður rannsókn, þó málin séu alvarleg. Þóra segir hægt að beita vörslusviptingu og öðrum úrræðum sem öll miði að því að koma í veg fyrir frekari illa meðferð. Þóra segir það á ábyrgð umráðamanns dýrs að tryggja að dýrið geti tekið þátt í blóðtöku og verið rólegt á meðan. Það sé hægt að venja hrossin og því sé skylt samkvæmt reglugerð að þjálfa hross til að þola það álag sem er ætlast til af þeim. Hún segir það ekki hlutverk Matvælastofnunar að meta hvaða starfsemi með dýr er leyfileg og hvaða starfsemi er bönnuð. Það sé hlutverk stofnunarinnar að tryggja velferð og fara með eftirlit. Hún segir stofnuninni berast árlega hundruð ábendinga og tilkynninga um dýraníð. Þeim hafi farið fjölgandi og stofnunin telji afar mikilvægt að fólk haldi áfram að gera það. Stundum séu margir að senda vegna sama atviks þannig atvikin séu líklega ekki jafn mörg og tilkynningarnar. Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Reykjavík síðdegis Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. 9. apríl 2025 19:07 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
Þóra Jóhanna fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um illa meðferð hryssa í fréttum í gær. MAST sendi frá sér tilkynningu um málið en Dýraverndunarsamband Íslands tilkynnti einnig að samtökin ætluðu, ásamt tveimur erlendum samtökum, að kæra illa meðferð hryssa í blóðmerahaldi til lögreglunnar. Þóra segir markmið stjórnvalda að hindra að ill meðferð endurtaki sig og stofnunin telji að með því að fjarlægja þennan eina aðila sé fyrirtækið búið að gera það. Hún segir blóðmerahald þá starfsemi sem MAST hafi einna mest eftirlit með. Það hafi til dæmis verið farið í eftirlit á öll bú þar sem er blóðmerahald. Eftirlitið sé ekki tilkynnt fyrir fram en eftirlitsfólk MAST geti ekki horft á hverja einustu blóðtöku á hverri einustu hryssu yfir allt sumarið. Þóra segir alveg skýrt að ábyrgð á velferð dýranna sé hjá ábyrgðarmanni hvers dýrs og að það sé á ábyrgð fyrirtækis sem fær leyfi til blóðtöku að hún sé framkvæmd eftir reglum. „Svo er ábyrgð allra þeirra sem eru á svæðinu og horfa á. Ef þeir verða varir við að það sé ekki farið eftir reglugerðum, lögum um velferð dýra, eða verklagsreglum sem fyrirtækinu hefur verið sett, þá ber þeim að tilkynna það til stofnunarinnar og þá er tekið á þeim málum.“ Mega ekki beita harðari refsingum en þörf er á Þóra segir heimild til að refsa vegna illrar meðferðar á dýrum en stjórnvöldum sé gert að beita ekki harðari refsingum en þarf til að ná markmiði. Það sé stundum verið að beita refsingum í forvarnarskyni en í alvarlegustu málunum séu þau kærð til lögreglu en lögregla hafi þurft að fella niður rannsókn, þó málin séu alvarleg. Þóra segir hægt að beita vörslusviptingu og öðrum úrræðum sem öll miði að því að koma í veg fyrir frekari illa meðferð. Þóra segir það á ábyrgð umráðamanns dýrs að tryggja að dýrið geti tekið þátt í blóðtöku og verið rólegt á meðan. Það sé hægt að venja hrossin og því sé skylt samkvæmt reglugerð að þjálfa hross til að þola það álag sem er ætlast til af þeim. Hún segir það ekki hlutverk Matvælastofnunar að meta hvaða starfsemi með dýr er leyfileg og hvaða starfsemi er bönnuð. Það sé hlutverk stofnunarinnar að tryggja velferð og fara með eftirlit. Hún segir stofnuninni berast árlega hundruð ábendinga og tilkynninga um dýraníð. Þeim hafi farið fjölgandi og stofnunin telji afar mikilvægt að fólk haldi áfram að gera það. Stundum séu margir að senda vegna sama atviks þannig atvikin séu líklega ekki jafn mörg og tilkynningarnar.
Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Reykjavík síðdegis Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. 9. apríl 2025 19:07 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. 9. apríl 2025 19:07