Viðskipti erlent

Kín­verjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á banda­rískar vörur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Xi Jingping hefur nú hvatt Evrópusambandið til þess að snúa bökum saman við Kínverja í baráttunni við tolla Trumps.
Xi Jingping hefur nú hvatt Evrópusambandið til þess að snúa bökum saman við Kínverja í baráttunni við tolla Trumps. AP/Alexey Maishev

Kínverjar hafa nú brugðist við ofurtollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta með því að setja 125 prósenta innflutningstoll á bandarískar vörur.

Þar með jafna þeir síðustu tollahækkun Trumps, sem ítrekað hefur bætt í hótanir sínar í garð Kína. Raunar hafa Kínverjar enn ekki jafnað að fullu, því bandarísk stjórnvöld ítrekuðu í gærkvöldi að svokallaður fentanýl-tollur sem settur var á fyrir mörgum vikum á ákveðna kínverskar vörur væri enn í gildi. Því eru tollar á kínverskar vörur allt að 145 prósentum í Bandaríkjunum.

Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út.

Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna.

Í morgun barst síðan ákall frá Xi Jinping forseta Kína þar sem hann hvatti Evrópusambandið til þess að taka höndum saman við Kínverja í baráttunni við tollahækkanir Trumps.


Tengdar fréttir

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra

Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd.

Bandaríkin muni semja

Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta.

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×