„Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 11:31 Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun