Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar 11. apríl 2025 12:03 Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri. Síðustu ár hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga enda verkefnin ærin. Akureyrarbær hefur ekki farið varhluta af því. Sem betur fer hefur ráðdeildin borgað sig og fjárhagur sveitarfélagsins er nú sterkari en verið hefur um langan tíma. Málaflokkar standast áætlun ársins, tekjurnar eru betri og vaxtaumhverfið hagfelldara. Árið 2024 var samstæðan rekin með 2.218 milljóna króna afgangi og gekk því mun betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Meginskýringar á bættri afkomu eru dvínandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærri þjónustutekjur, einkum hjá hafnasamlagi og veitum. Niðurstaða aðalsjóðs og A-hluta er jákvæð og langt yfir væntingum sem er heldur betur gleðilegt. Samkvæmt sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 5,7 milljörðum króna sem er næstum 800 milljónum betri niðurstaða en áætlað var. Á sama tíma hefur verið fjárfest fyrir ríflega 5 milljarða í nýju hverfi, skólum og íþróttamannvirkjum sem og öðru. Skuldir hafa ennfremur lækkað hlutfallslega milli ára og var skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 2024 75% og lækkar um 5% frá fyrra ári. Skuldaviðmið A-hluta var 54% í árslok. Ég viðurkenni fúslega að ég er ákaflega hreykin af þessari góðu niðurstöðu. Víða kreppir skóinn á Íslandi í dag og í heiminum öllum, en við stöndum keik, rekum gott velferðarsamfélag sem iðar af menningu, býður upp á framúrskarandi uppfræðslu og menntun, mikil lífsgæði og íþróttastarf sem skilar okkur ár eftir ár titlum og viðurkenningum sem við getum öll verið stolt af. Bæjarfulltrúar, starfsfólk sveitarfélagsins, atvinnulífið og bæjarbúar allir eiga sinn þátt í þessari góðu niðurstöðu. Við getum verið þakklát fyrir okkar góða samfélag. Áfram Akureyri! Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri. Síðustu ár hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga enda verkefnin ærin. Akureyrarbær hefur ekki farið varhluta af því. Sem betur fer hefur ráðdeildin borgað sig og fjárhagur sveitarfélagsins er nú sterkari en verið hefur um langan tíma. Málaflokkar standast áætlun ársins, tekjurnar eru betri og vaxtaumhverfið hagfelldara. Árið 2024 var samstæðan rekin með 2.218 milljóna króna afgangi og gekk því mun betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Meginskýringar á bættri afkomu eru dvínandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærri þjónustutekjur, einkum hjá hafnasamlagi og veitum. Niðurstaða aðalsjóðs og A-hluta er jákvæð og langt yfir væntingum sem er heldur betur gleðilegt. Samkvæmt sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 5,7 milljörðum króna sem er næstum 800 milljónum betri niðurstaða en áætlað var. Á sama tíma hefur verið fjárfest fyrir ríflega 5 milljarða í nýju hverfi, skólum og íþróttamannvirkjum sem og öðru. Skuldir hafa ennfremur lækkað hlutfallslega milli ára og var skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 2024 75% og lækkar um 5% frá fyrra ári. Skuldaviðmið A-hluta var 54% í árslok. Ég viðurkenni fúslega að ég er ákaflega hreykin af þessari góðu niðurstöðu. Víða kreppir skóinn á Íslandi í dag og í heiminum öllum, en við stöndum keik, rekum gott velferðarsamfélag sem iðar af menningu, býður upp á framúrskarandi uppfræðslu og menntun, mikil lífsgæði og íþróttastarf sem skilar okkur ár eftir ár titlum og viðurkenningum sem við getum öll verið stolt af. Bæjarfulltrúar, starfsfólk sveitarfélagsins, atvinnulífið og bæjarbúar allir eiga sinn þátt í þessari góðu niðurstöðu. Við getum verið þakklát fyrir okkar góða samfélag. Áfram Akureyri! Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar