Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 13:25 Kevin De Bruyne fagnar með Nico O'Reilly sem skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í dag. getty/Robbie Jay Barratt Manchester City vann ótrúlegan 5-2 endurkomusigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. City lenti 0-2 undir en kom til baka og vann þriggja marka sigur. Með honum komst liðið upp í 4. sæti deildarinnar. Palace er í 11. sætinu en tapið í dag var fyrsta tap liðsins síðan 15. febrúar. Framan af var allt í blóma hjá Palace. Eberechi Eze kom gestunum yfir á 8. mínútu með skoti af stuttu færi og á 21. mínútu jók Chris Richards muninn í 0-2 þegar hann skallaði hornspyrnu Adams Wharton í netið. Kevin De Bruyne minnkaði muninn fyrir City á 33. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu og þremur mínútum síðar jafnaði Omar Marmoush. Egyptinn hefur skorað sex mörk í tíu deildarleikjum síðan hann kom til City frá Frankfurt í janúar. Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Mateo Kovacic City yfir eftir sendingu frá De Bruyne. Heimamenn héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og á 56. mínútu slapp James McAtee inn fyrir vörn gestanna eftir langa sendingu markvarðarins Edersons. Hann skoraði og kom City í 4-2. Nico O'Reilly kláraði svo leikinn endanlega þegar hann skoraði fimmta mark City á 79. mínútu. Þetta var hans fysta mark í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn
Manchester City vann ótrúlegan 5-2 endurkomusigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. City lenti 0-2 undir en kom til baka og vann þriggja marka sigur. Með honum komst liðið upp í 4. sæti deildarinnar. Palace er í 11. sætinu en tapið í dag var fyrsta tap liðsins síðan 15. febrúar. Framan af var allt í blóma hjá Palace. Eberechi Eze kom gestunum yfir á 8. mínútu með skoti af stuttu færi og á 21. mínútu jók Chris Richards muninn í 0-2 þegar hann skallaði hornspyrnu Adams Wharton í netið. Kevin De Bruyne minnkaði muninn fyrir City á 33. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu og þremur mínútum síðar jafnaði Omar Marmoush. Egyptinn hefur skorað sex mörk í tíu deildarleikjum síðan hann kom til City frá Frankfurt í janúar. Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Mateo Kovacic City yfir eftir sendingu frá De Bruyne. Heimamenn héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og á 56. mínútu slapp James McAtee inn fyrir vörn gestanna eftir langa sendingu markvarðarins Edersons. Hann skoraði og kom City í 4-2. Nico O'Reilly kláraði svo leikinn endanlega þegar hann skoraði fimmta mark City á 79. mínútu. Þetta var hans fysta mark í ensku úrvalsdeildinni.