Innlent

Hring­braut lokað vegna bíl­slyss

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Annar bíllinn virðist hafa endað á hvolfi.
Annar bíllinn virðist hafa endað á hvolfi. Vísir

Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Flugvallavegar og Hringbrautar á sjöunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli.

Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang að sögn Sigurjóns Ólafssonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta fór mun betur á horfðist. Þetta leit ekki vel út,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu.

Hringbrautin er enn lokuð í austurátt á meðan unnið er á vettvangi. Mikið brak er á veginum en á myndefni sem barst fréttastofu má sjá að girðingin á milli vegarhelminganna er ónýt. Þá eru báðir bílarnir mjög illa farnir.

Mikil umferðarteppa myndaðist á svæðinu.

Báðir bílarnir eru illa farnir.Vísir/Helena

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×