Innlent

Vara við norðan hríð í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Akstursskilyrði gætu versnað á norðanverðu landinu í kvöld.
Akstursskilyrði gætu versnað á norðanverðu landinu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands varar við norðanhríð um norðan- og austanvert landið í kvöld. Gular viðvaranir tóku gildi á austanverðu landinu klukkan níu í morgun og munu fleiri taka gildi á landinu norðanverðu klukkan sex.

Þeir landshlutar sem um ræðir eru Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Alls staðar er varað við norðanátt þrettán til tuttug metrar á sekúndu, snjókomu og skafrenning.

Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum í dag.

Suðausturland er þó undantekningin því þar er varað við norðan stormi. Vindhviður eru sagðar geta farið yfir þrjátíu metra á sekúndu í dag og geta skapast varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×