Á 9. mínútu voru FH-ingar að spila sín á milli þegar hundur hljóp inn á völlinn.
Dómarinn Twana Khalid Ahmed stöðvaði strax leikinn en hundurinn hlýddi ekki flautinu og hljóp aðeins um völlinn og þefaði meðal annars af Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH. Vallarstarfsmaður leiddi hvuttann á endanum út af vellinum.
Vallarþulur minnti svo þá gesti sem eru með gæludýr á vellinum að hafa hemil á þeim.
Atvikið úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Staðan í leik Vestra og FH er markalaust. Finna má beina textalýsingu frá leiknum hér fyrir neðan. Hann er einnig sýndur beint á rás Bestu deildarinnar.