Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Jón Þór Stefánsson skrifar 14. apríl 2025 11:42 Málið tengist þjófnaði í tveimur verslunum Elko, annars vegar í Skefunni og hins vegar í Lindum. Vísir/Vilhelm Tveir rúmenskir karlmenn, sem voru í síðustu viku sakfelldir fyrir hylmingu í tengslum við eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, sögðu fyrir dómi að þeir hefðu verið þvingaðir til að fremja sín brot af manninum sem skipulagði þjófnaðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þó ekkert sanna þá frásögn mannanna og mat hana því ósannaða. Mennirnir hlutu hvor um sig tíu mánaða fangelsisdóma, þar sem sjö mánuðir eru skilorðsbundnir, vegna hylmingar á þýfi eftir stuld í tveimur verslunum Elko á höfuðborgarsvæðinu í september í fyrra. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslu sinni 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir þann hluta sem varðaði hylmingu en sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu, en mennirnir tveir voru gripnir með símana, sem mun einungis hafa verið hluti heildarþýfisins, í bíl á Seyðisfirði þegar þeir voru á leið í Norrænu. Frændi eða „einhver strákur“? Dómur hérðasdóms hefur nú verið birtur, en þar kemur fram að í skýrslu hjá lögreglu sagði annar maðurinn að hann hefði komið til landsins til þess að hitta frænda sinn, hinn manninn. Þeir hafi ætlað að skemmta sér saman eina helgi og svo ætlað úr landi með Norrænu þangað sem hann byggi. Hann sagði peningana vera í hans eigu, hann hefði komið með þá til landsins. Um símana sagði hann hins vegar að hann hefði keypt þá „bara af einhverjum gæja úti á götu“. Maðurinn var spurður hjá lögreglu hvort hann vissi hvort að um þýfi væri að ræða, og hann hafi svarað: „Já, helminginn já, helminginn nei.“ Hinn sakborningurinn sagði í lögreglskýrslu að þeir hefðu hitt mann niðri í bæ sem hefði afhent honum farsímana og beðið hann um að skutla þeim í skipið. Fyrir hefði hann átt að fá 2000 evrur. Hann lýsti hinum sakborningnum ekki sem frænda sínum heldur sem „einhverjum strák“. Breyttu framburði vegna hótanna Fyrir dómi breyttist framburður mannanna. Þeir töluðu báðir um að annar maður, sá sem hefði skipulagt þjófnaðinn í Elko, hefði fengið þá til verksins og beitt þeim hótunum. Til einföldunar verður sá maður hér eftir kallaður höfuðpaurinn. Annar sakborningurinn sagði höfuðpaurinn hafa skipað þeim að fara með símana í skipið. Höfuðpaurinn hefði hótað honum og fjölskyldu hans, að ef hann myndi ekki gera það myndi eitthvað slæmt gerast. Maðurinn sagðist hræddur um að eitthvað slæmt myndi henda fjölskyldu hans myndi hann ekki taka verkefnið að sér. Þá sagði hann að honum hefði aldrei verið lofað greiðslu fyrir verkið. Honum hafi einungis verið hótað. Maðurinn sagðist hafa komið hingað til lands í frí en einnig ætlað að kanna hvort hann gæti stundað viðskipti hér á landi. Hann ætti tvö fyrirtæki erlendis, annars vegar byggingarfyrirtæki og hins vegar flutningafyrirtæki. Hann sagði peningana sem hann hefði verið með meðferðis hafa komið úr þeirri starfsemi. Ætti að „dansa eins og hann syngur“ Fyrir dómi sagði hinn maðurinn að höfuðpaurinn hefði afhent honum bílinn sem þeir óku austur, og sagt honum að í bílnum væri eitthvað sem þyrfti að komast úr landi. Í fyrstu hafi hann ekki vitað hvað væri í bílnum, en svo hefði höfuðpaurinn greint honum frá því á leiðinni austur. Hann sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér þegar hann hafi ætlað að hætta við þátttöku. Þá sagðist hann ekki hafa skýrt lögreglu frá málinu vegna alvarlegra hótana. Líkt og hinn sakborningurinn sagði maðurinn að honum hafi aldrei verið lofað greiðslu. Maðurinn sagði fyrir dómi að henn hefði búið heima hjá höfuðpaurnum hér á landi. Þá hefðu fleiri sem tengdust Elkó-málinu líka búið þar. Hann sagði fjölskyldumeðlimi sína hafa hringt í sig og sagt honum að segja alls ekki frá því höfuðpaurinn hefði einnig hótað þeim. Þá sagði hann höfuðpaurinn hafa sagt við hann: „Við erum svo mörg og getum fundið þig og fjölskylduna hvar sem er.“ Höfuðpaurinn hafi líka sagt að hann ætti að „dansa eins og hann syngur“. Taldi að hann myndi standa við orð sín Höfuðpaurinn hefði hótað að myrða manninn, og sagst óhræddur við að fara í fangelsi. Hann hefði jafnframt fengið hótanir frá tveimur vinum höfuðpaursins og annar þeirra, sem er kona, sakað hann um nauðgun. Maðurinn taldi að höfuðpaurinn myndi standa við hótanirnar þar sem hann og fjölskylda hans væru þekkt fyrir ofbeldi, og líka mennirnir sem hefðu verið með honum. Honum fannst hann því ekki eiga neinn annan kost á völ en að hlíða. Ekkert bendi til þess að þeir hafi verið þvingaðir Það var mat Héraðsdóms Reykjavíkur að með breyttum framburði sínum hefðu mennirnir tveir verið að reyna að gera sinn hlut minni en efni standa til. Annar sakborningurinn hafi sagt að hann væri nú tilbúinn að skýra frá þætti höfuðpaursins vegna þess að hann tryði því að lögreglan myndi vernda hann. Að mati dómsins er sú skýring ekki trúverðug. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Þá bendi ekkert í gögnum málsins til þess að þeir hafi verið þvingaðir til verksins. Framburður þeirra hefði verið óstöðugur um mikilvæg atriði og þeir því ótrúverðugir. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu vitað að þeir hefðu verið með þýfi og þeir að flytja þá úr landi í auðgunarskyni. Þeir voru því sakfelldir fyrir að hylmingu, varðandi símana. Dómnum þótti þó skynsamlegur vafi um uppruna peninganna og sýknaði mennina því af þeim hluta ákærunnar. Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Múlaþing Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Mennirnir hlutu hvor um sig tíu mánaða fangelsisdóma, þar sem sjö mánuðir eru skilorðsbundnir, vegna hylmingar á þýfi eftir stuld í tveimur verslunum Elko á höfuðborgarsvæðinu í september í fyrra. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslu sinni 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir þann hluta sem varðaði hylmingu en sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu, en mennirnir tveir voru gripnir með símana, sem mun einungis hafa verið hluti heildarþýfisins, í bíl á Seyðisfirði þegar þeir voru á leið í Norrænu. Frændi eða „einhver strákur“? Dómur hérðasdóms hefur nú verið birtur, en þar kemur fram að í skýrslu hjá lögreglu sagði annar maðurinn að hann hefði komið til landsins til þess að hitta frænda sinn, hinn manninn. Þeir hafi ætlað að skemmta sér saman eina helgi og svo ætlað úr landi með Norrænu þangað sem hann byggi. Hann sagði peningana vera í hans eigu, hann hefði komið með þá til landsins. Um símana sagði hann hins vegar að hann hefði keypt þá „bara af einhverjum gæja úti á götu“. Maðurinn var spurður hjá lögreglu hvort hann vissi hvort að um þýfi væri að ræða, og hann hafi svarað: „Já, helminginn já, helminginn nei.“ Hinn sakborningurinn sagði í lögreglskýrslu að þeir hefðu hitt mann niðri í bæ sem hefði afhent honum farsímana og beðið hann um að skutla þeim í skipið. Fyrir hefði hann átt að fá 2000 evrur. Hann lýsti hinum sakborningnum ekki sem frænda sínum heldur sem „einhverjum strák“. Breyttu framburði vegna hótanna Fyrir dómi breyttist framburður mannanna. Þeir töluðu báðir um að annar maður, sá sem hefði skipulagt þjófnaðinn í Elko, hefði fengið þá til verksins og beitt þeim hótunum. Til einföldunar verður sá maður hér eftir kallaður höfuðpaurinn. Annar sakborningurinn sagði höfuðpaurinn hafa skipað þeim að fara með símana í skipið. Höfuðpaurinn hefði hótað honum og fjölskyldu hans, að ef hann myndi ekki gera það myndi eitthvað slæmt gerast. Maðurinn sagðist hræddur um að eitthvað slæmt myndi henda fjölskyldu hans myndi hann ekki taka verkefnið að sér. Þá sagði hann að honum hefði aldrei verið lofað greiðslu fyrir verkið. Honum hafi einungis verið hótað. Maðurinn sagðist hafa komið hingað til lands í frí en einnig ætlað að kanna hvort hann gæti stundað viðskipti hér á landi. Hann ætti tvö fyrirtæki erlendis, annars vegar byggingarfyrirtæki og hins vegar flutningafyrirtæki. Hann sagði peningana sem hann hefði verið með meðferðis hafa komið úr þeirri starfsemi. Ætti að „dansa eins og hann syngur“ Fyrir dómi sagði hinn maðurinn að höfuðpaurinn hefði afhent honum bílinn sem þeir óku austur, og sagt honum að í bílnum væri eitthvað sem þyrfti að komast úr landi. Í fyrstu hafi hann ekki vitað hvað væri í bílnum, en svo hefði höfuðpaurinn greint honum frá því á leiðinni austur. Hann sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér þegar hann hafi ætlað að hætta við þátttöku. Þá sagðist hann ekki hafa skýrt lögreglu frá málinu vegna alvarlegra hótana. Líkt og hinn sakborningurinn sagði maðurinn að honum hafi aldrei verið lofað greiðslu. Maðurinn sagði fyrir dómi að henn hefði búið heima hjá höfuðpaurnum hér á landi. Þá hefðu fleiri sem tengdust Elkó-málinu líka búið þar. Hann sagði fjölskyldumeðlimi sína hafa hringt í sig og sagt honum að segja alls ekki frá því höfuðpaurinn hefði einnig hótað þeim. Þá sagði hann höfuðpaurinn hafa sagt við hann: „Við erum svo mörg og getum fundið þig og fjölskylduna hvar sem er.“ Höfuðpaurinn hafi líka sagt að hann ætti að „dansa eins og hann syngur“. Taldi að hann myndi standa við orð sín Höfuðpaurinn hefði hótað að myrða manninn, og sagst óhræddur við að fara í fangelsi. Hann hefði jafnframt fengið hótanir frá tveimur vinum höfuðpaursins og annar þeirra, sem er kona, sakað hann um nauðgun. Maðurinn taldi að höfuðpaurinn myndi standa við hótanirnar þar sem hann og fjölskylda hans væru þekkt fyrir ofbeldi, og líka mennirnir sem hefðu verið með honum. Honum fannst hann því ekki eiga neinn annan kost á völ en að hlíða. Ekkert bendi til þess að þeir hafi verið þvingaðir Það var mat Héraðsdóms Reykjavíkur að með breyttum framburði sínum hefðu mennirnir tveir verið að reyna að gera sinn hlut minni en efni standa til. Annar sakborningurinn hafi sagt að hann væri nú tilbúinn að skýra frá þætti höfuðpaursins vegna þess að hann tryði því að lögreglan myndi vernda hann. Að mati dómsins er sú skýring ekki trúverðug. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Þá bendi ekkert í gögnum málsins til þess að þeir hafi verið þvingaðir til verksins. Framburður þeirra hefði verið óstöðugur um mikilvæg atriði og þeir því ótrúverðugir. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu vitað að þeir hefðu verið með þýfi og þeir að flytja þá úr landi í auðgunarskyni. Þeir voru því sakfelldir fyrir að hylmingu, varðandi símana. Dómnum þótti þó skynsamlegur vafi um uppruna peninganna og sýknaði mennina því af þeim hluta ákærunnar.
Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Múlaþing Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira