Fótboltinn víkur fyrir padel Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 14:01 Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. Sporthúsið Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023. Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023.
Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34