Páskaleg og fersk marengsbomba Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. apríl 2025 10:01 Linda Ben deildi uppskrift að dísætri og ferskri marengsköku sem er tilvalin sem eftirréttur um páskana. Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu. „Svona marengsbombur eru svo þægilegar að gera, maður einfaldlega smellir marengsnum á smjörpappír, dreifir úr honum og býr til einskonar skál. Svo bakar maður marengsinn í ofni í 90 mínútum. Hægt er að gera marengsinn sjálfan daginn áður og geyma upp á borði með hreinu viskastykki yfir. Svo býr maður til rjómafyllinguna og hellir í skálina. Svo er kakan skreytt með ávöxtum og berjum,“ skrifar Linda við færsluna sem hún birti á vefsíðu sinni. Ávaxta maregnsbomba Hráefni: 4 eggjahvítur1/4 tsk salt1/4 tsk cream of tartar260 g sykur100 g rice crispies500 ml rjómiEitt mangóÞrjú ástaraldin250 g smátt skorin jarðaber50 g rifsberNokkur myntulauf Aðferð: Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 140ºC og undir og yfir hita. Best er að þeyta eggjahvíturnar í alveg tandurhreinni stál skál (smá fita í skálinni getur gert það að verkum að þær þeytast ekki eða mjög illa). Þeytið eggjahvíturnar og þegar þær byrja að freyða setjið þá sykurinn út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Þið vitið að eggjahvíturnar eru tilbúnar þegar þið dýfið þeytaranum ofan í eggjahvíturnar og kippið upp aftur, eggjahvíturnar á þeytaranum eiga ekki að hreyfast. Setjið Rice Crispies út í og blandið saman með sleikju. Teiknið hring á smjörpappír (best að taka disk sem er 22 cm í þvermál og teikna meðfram diskinum) snúið pennastriks hliðinni niður og setjið deigið á smjörpappírinn inn í hringinn. Myndið skál úr deiginu þar sem hliðarnar eru frekar þykkar og ná hátt upp, gott að nota bakhliðina á skeið til þess að gera ytri hliðar marengsins sléttar. Bakið í 90 mínútur og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að kólna með ofninum (sniðugt að gera kökuna að kvöldi og láta kólna yfir nótt og þá er kakan tilbúin næsta dag, en það er alls ekki nauðsynlegt) Þeytið rjómann. Skrælið mangóið og skerið það í bita, bætið út í rjómann. Takið græna af jarðaberjunum og skerið í bita. Takuð nokkuð jarðaber frá til að skreyta kökuna með á eftir og setjið restina út í rjómann, blandið saman með sleikju. Hellið rjómanum ofan í marengstertuna. Skreytið með ferskum berjum, ástaraldin og ferskri myntu. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Páskar Uppskriftir Marens Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
„Svona marengsbombur eru svo þægilegar að gera, maður einfaldlega smellir marengsnum á smjörpappír, dreifir úr honum og býr til einskonar skál. Svo bakar maður marengsinn í ofni í 90 mínútum. Hægt er að gera marengsinn sjálfan daginn áður og geyma upp á borði með hreinu viskastykki yfir. Svo býr maður til rjómafyllinguna og hellir í skálina. Svo er kakan skreytt með ávöxtum og berjum,“ skrifar Linda við færsluna sem hún birti á vefsíðu sinni. Ávaxta maregnsbomba Hráefni: 4 eggjahvítur1/4 tsk salt1/4 tsk cream of tartar260 g sykur100 g rice crispies500 ml rjómiEitt mangóÞrjú ástaraldin250 g smátt skorin jarðaber50 g rifsberNokkur myntulauf Aðferð: Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 140ºC og undir og yfir hita. Best er að þeyta eggjahvíturnar í alveg tandurhreinni stál skál (smá fita í skálinni getur gert það að verkum að þær þeytast ekki eða mjög illa). Þeytið eggjahvíturnar og þegar þær byrja að freyða setjið þá sykurinn út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Þið vitið að eggjahvíturnar eru tilbúnar þegar þið dýfið þeytaranum ofan í eggjahvíturnar og kippið upp aftur, eggjahvíturnar á þeytaranum eiga ekki að hreyfast. Setjið Rice Crispies út í og blandið saman með sleikju. Teiknið hring á smjörpappír (best að taka disk sem er 22 cm í þvermál og teikna meðfram diskinum) snúið pennastriks hliðinni niður og setjið deigið á smjörpappírinn inn í hringinn. Myndið skál úr deiginu þar sem hliðarnar eru frekar þykkar og ná hátt upp, gott að nota bakhliðina á skeið til þess að gera ytri hliðar marengsins sléttar. Bakið í 90 mínútur og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að kólna með ofninum (sniðugt að gera kökuna að kvöldi og láta kólna yfir nótt og þá er kakan tilbúin næsta dag, en það er alls ekki nauðsynlegt) Þeytið rjómann. Skrælið mangóið og skerið það í bita, bætið út í rjómann. Takið græna af jarðaberjunum og skerið í bita. Takuð nokkuð jarðaber frá til að skreyta kökuna með á eftir og setjið restina út í rjómann, blandið saman með sleikju. Hellið rjómanum ofan í marengstertuna. Skreytið með ferskum berjum, ástaraldin og ferskri myntu. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Páskar Uppskriftir Marens Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira