Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 12:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þáttaskil hafa orðið í Ljósufjallakerfinu síðastliðinn föstudag þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“ Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52
Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35
Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28