Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 12:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þáttaskil hafa orðið í Ljósufjallakerfinu síðastliðinn föstudag þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“ Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52
Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35
Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28