Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 15:18 Sendiherrabústaðurinn er allur sá glæsilegasti en hann er sagður krefjast umtalsverðs viðhalds. PrivatMegleren Dyve & Partnere Íslenska sendiráðið í Ósló í Noregi hefur sett sendiherrabústaðinn í Bygdøy á sölu og keypt minni íbúð í miðbæ Óslóar. Ásett verð er 75 milljónir norskra króna, tæplega einn milljarður króna. Frá þessu greinir norski miðillinn E24 og hefur eftir utanríkisráðuneytinu að stefnt sé að því að selja dýr, stór og viðhaldsfrek einbýlishús og kaupa minni íbúðir í staðinn, sem séu ódýrar í rekstri og krefjist minna viðhalds. Ný íbúð þegar keypt Þegar hafi verið gengið frá kaupum á íbúð í miðbæ Óslóar sem bjóði einnig upp á meira öryggi en núverandi sendiherrabústaður. Íbúðin sé samt sem áður ekki síðri til veislu- og viðburðahalda. Ein þriggja stofa í húsinu. Hér hafa ófáar veislurnar án efa verið haldnar í gegnum árin.PrivatMegleren Dyve & Partnere Sendiherrabústaðurinn sé 768 fermetrar og í honum séu sjö svefnherbergi, tvö eldhús, þrjár stofur. Húsið standi á ríflega 0,8 hektara lóð. Ítarlega fasteignaauglýsingu má sjá hér. Var í eigu súkkulaðikóngs Húsið hafi verið í eigu íslenska ríkisins frá árinu 1952 en hafi þar áður verið í eigu kaupsýslumannsins Johan Throne Holst, sem gerði súkkulaðigerðina Freiu að þeirri stærstu sinnar tegundar í Noregi. Sá sem kaupir húsið af ríkinu fær þennan fína arinn.PrivatMegleren Dyve & Partnere Þá segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem sendiherrabústaðurinn er settur á sölu en það hafi verið gert árið 2009, í kjölfar efnahagshrunsins. Þá hafi nægilega hátt tilboð ekki borist í eignina og hún því haldist í íslenskri eigu. Fasteignamarkaður Noregur Utanríkismál Sendiráð Íslands Íslendingar erlendis Rekstur hins opinbera Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Frá þessu greinir norski miðillinn E24 og hefur eftir utanríkisráðuneytinu að stefnt sé að því að selja dýr, stór og viðhaldsfrek einbýlishús og kaupa minni íbúðir í staðinn, sem séu ódýrar í rekstri og krefjist minna viðhalds. Ný íbúð þegar keypt Þegar hafi verið gengið frá kaupum á íbúð í miðbæ Óslóar sem bjóði einnig upp á meira öryggi en núverandi sendiherrabústaður. Íbúðin sé samt sem áður ekki síðri til veislu- og viðburðahalda. Ein þriggja stofa í húsinu. Hér hafa ófáar veislurnar án efa verið haldnar í gegnum árin.PrivatMegleren Dyve & Partnere Sendiherrabústaðurinn sé 768 fermetrar og í honum séu sjö svefnherbergi, tvö eldhús, þrjár stofur. Húsið standi á ríflega 0,8 hektara lóð. Ítarlega fasteignaauglýsingu má sjá hér. Var í eigu súkkulaðikóngs Húsið hafi verið í eigu íslenska ríkisins frá árinu 1952 en hafi þar áður verið í eigu kaupsýslumannsins Johan Throne Holst, sem gerði súkkulaðigerðina Freiu að þeirri stærstu sinnar tegundar í Noregi. Sá sem kaupir húsið af ríkinu fær þennan fína arinn.PrivatMegleren Dyve & Partnere Þá segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem sendiherrabústaðurinn er settur á sölu en það hafi verið gert árið 2009, í kjölfar efnahagshrunsins. Þá hafi nægilega hátt tilboð ekki borist í eignina og hún því haldist í íslenskri eigu.
Fasteignamarkaður Noregur Utanríkismál Sendiráð Íslands Íslendingar erlendis Rekstur hins opinbera Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira